Efsta þrepið innan seilingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:30 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Anton „Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Sjá meira
„Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Sjá meira