Feðradagurinn 11. nóvember 2018 Huginn Þór Grétarsson skrifar 11. nóvember 2018 17:13 Feðradagurinn er þörf áminning um mikilvægi feðra í lífi barna. Dagur til að fagna því að foreldrar sinni til jafns uppeldishlutverki barnanna sinna. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir í lífi barnanna og þau læra af þeim; tileinka sér margt það sem fyrir þeim er haft. Þannig er börnum mikilvægt að hafa bæði föður og móður í lífi sínu. Rannsóknir sýna að börn sem alast upp hjá báðum foreldrum sínum, hvort sem foreldrarnir búi saman eða hafi slitið samvistum, njóta þess. Þau standi betur að vígi í lífinu. Einhvern tímann var það nú svo að mæður sinntu að mestu uppeldi barnanna, þó það hafi varla verið algilt. En samfélög breytast og foreldrar eru farnir að taka jafnan þátt í uppeldi barna og fólk farið að verðleggja frítíma með fjölskyldunni ofar öðru. Tvöföld gleði fyrir börnin. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. En fleiri breytingar en breytt viðhorf til uppeldis hafa snert samfélagið okkar. Í dag er kjarnafjölskyldan á „undanhaldi“ og flóknari fjölskyldumynstur staðreynd. Sum börn eiga tvo feður og tvær mæður og allt leikur í lyndi. Fjölmörg börn eiga fráskilda foreldra. En það gerir mikilvægi föðurs í lífi þeirra engu minna.Þau eiga enn sem áður tvo foreldra, sem þau eiga rétt á að njóta ríkulegrar umgengni við en stjórnsýslan hefur ekki aðlagað sig að þessum breytingum. Fráskildir foreldrar deila oft uppeldishlutverkinu og barnið dvelur til jafns hjá foreldrum sínum. Það á í raun tvö heimili, en þrátt fyrir þetta á það lagalega bara eitt heimili. Þó svo að faðirinn sinni barninu til jafns við móður, klæði það og fæði, greiðir hann oft á tíðum enn meðlag skv. gamaldags kerfi. Þó barn dvelji viku og viku hjá foreldrum er það oft svo að annað foreldrið fær allan opinberan stuðning, s.s. barnabætur. Hér er augljóst að ríkið dregur lappirnar hvað nauðsynlegar breytingar varðar. Sem betur fer er allt skynsamt fólk búið að átta sig á því að það er hagur barnsins að njóta ríkulegrar umgengni við báða hæfa foreldra sína. Skynsamt fólk kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu við sambúðarslit að barnið njóti móður sinnar og föður. Það eimir þó enn af gömlum úreldum hugmyndum víða. Jafnvel þó faðir sé kærleiksríkur og ábyrgur einstaklingur eru sum börn svipt réttindum sínum með litlum eða jafnvel engum tíma með öðru foreldri sínu. Þá eru svo gott sem engin úrræði til staðar til að stöðva slík réttindabrot. Jafnvel lögin mismuna foreldrum út frá kyni þeirra. T.d. sú staðreynd að faðir er varla nema hálfur faðir, ef þá það, ef hann eignast barn utan sambúðar. Þá er hann nær réttindalaus, þó svo barnið eigi vissulega enn sem áður tvo foreldra og ætti að hafa jafnan rétt til þeirra. Faðir er faðir, hvort sem hann verður það innan sambands eða ekki. Mikilvægi hans er engu minna þrátt fyrir það. Þetta er dæmi um gargandi ójafnrétti á Íslandi sem þarf að laga. Lagaumhverfi og starfshættir stjórnsýslu hafa ekki aðlagað sig að breytingum í samfélaginu. Feður standa mun verr að vígi ef ekki næst sátt um réttindi barnsins. Stjórnsýsla og dómstólar fara á sveig við lög út frá gamaldags hugmyndum um að mæður hafi meiri réttindi til barna í stað þess að tryggja réttindi barna til beggja foreldra sinna. Þetta er ósómi í nútímaþjóðfélagi. Tölfræðin talar sínu máli og undirstrikar að foreldrum er mismunað út frá kyni sínu: Aðeins 1,69% karla fara einir með forsjá á móti sláandi 98,31% kvenna, sem fara einar með forsjá. Kom þetta fram í máli Karls Gauta í sérstakri umræðu um vanda drengja á Alþingi. Föðursvipting, eða mjög takmörkuð umgengni við föður, er landlægt vandamál. Því miður er feðradagurinn líka áminning fyrir fjölmarga feður um hve heitt þeir sakna barnanna sinna. Fjölmargir feður á Íslandi fá nefnilega ekki að umgangast börnin sín og enn stærri hópur er mestmegnis hafður til skrauts og hittir börnin sín með löngu millibili. Þetta eru gamaldags og úreldar hugmyndir sem þó eiga enn upp á pallborðið hjá yfirvöldum sem úrskurða í málum barnanna. Á meðan stjórnsýslan og dómstólar, svokallaðir fagaðilar, fara ekki að lögum og virða ekki réttindi barna til beggja foreldra sinna munu réttindabrot gagnvart börnum halda áfram. Á meðan alþingismenn draga lappirnar og bæta ekki lagaumhverfið og úrræði stjórnsýslu, verður áfram brotið á börnum. Tálmanir hafa engar afleiðingar! Rangar sakargiftir eru vel liðnar hjá dómstólum og notaðar sem réttlæting á því að svipta börn föður sínum. Það er við þessa svokölluðu fagaðila að sakast. Réttur barna til föðurs er því miður að miklu leyti háð samþykki móður eins og stjórnsýslan nálgast þessi mál í dag. Það er óásættanlegt með öllu. Börn verða að njóta feðra sinna, alveg eins og þau þurfa mæður sínar. Við verðum að stöðva þessi réttindabrot. Ríkuleg umgengni við bæði föður og móður er barni mikilvæg. Það er kominn tími á breytingar. Feðradagurinn er áminning um það. Það dýrmætasta í lífi okkar, börnin, eiga skilið að við tryggjum réttindi þeirra við skilnað foreldra, enda er fjölskyldumynstur í nútímasamfélagi ýmiskonar. Ég skora á fagaðila að stíga út úr hugsanavillu fortíðarinnar og ganga ávallt út frá því að barn eigi rétt á báðum foreldrum, nema sýnt sé fram á og sannað að annað fyrirkomulag henti betur. Hættið að láta innantómar fullyrðingar verða til þess að börn séu svipt feðrum sínum. Hættið að verðlauna tálmanir og annað ofbeldi. Til hamingju börn með feður ykkar. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. Höfundur er í forsvari fyrir réttindabaráttu barna í aðgerðahópnum #DaddyToo og á son sem hefur verið að mestu sviptur föður sínum og systur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feðradagurinn Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Feðradagurinn er þörf áminning um mikilvægi feðra í lífi barna. Dagur til að fagna því að foreldrar sinni til jafns uppeldishlutverki barnanna sinna. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir í lífi barnanna og þau læra af þeim; tileinka sér margt það sem fyrir þeim er haft. Þannig er börnum mikilvægt að hafa bæði föður og móður í lífi sínu. Rannsóknir sýna að börn sem alast upp hjá báðum foreldrum sínum, hvort sem foreldrarnir búi saman eða hafi slitið samvistum, njóta þess. Þau standi betur að vígi í lífinu. Einhvern tímann var það nú svo að mæður sinntu að mestu uppeldi barnanna, þó það hafi varla verið algilt. En samfélög breytast og foreldrar eru farnir að taka jafnan þátt í uppeldi barna og fólk farið að verðleggja frítíma með fjölskyldunni ofar öðru. Tvöföld gleði fyrir börnin. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. En fleiri breytingar en breytt viðhorf til uppeldis hafa snert samfélagið okkar. Í dag er kjarnafjölskyldan á „undanhaldi“ og flóknari fjölskyldumynstur staðreynd. Sum börn eiga tvo feður og tvær mæður og allt leikur í lyndi. Fjölmörg börn eiga fráskilda foreldra. En það gerir mikilvægi föðurs í lífi þeirra engu minna.Þau eiga enn sem áður tvo foreldra, sem þau eiga rétt á að njóta ríkulegrar umgengni við en stjórnsýslan hefur ekki aðlagað sig að þessum breytingum. Fráskildir foreldrar deila oft uppeldishlutverkinu og barnið dvelur til jafns hjá foreldrum sínum. Það á í raun tvö heimili, en þrátt fyrir þetta á það lagalega bara eitt heimili. Þó svo að faðirinn sinni barninu til jafns við móður, klæði það og fæði, greiðir hann oft á tíðum enn meðlag skv. gamaldags kerfi. Þó barn dvelji viku og viku hjá foreldrum er það oft svo að annað foreldrið fær allan opinberan stuðning, s.s. barnabætur. Hér er augljóst að ríkið dregur lappirnar hvað nauðsynlegar breytingar varðar. Sem betur fer er allt skynsamt fólk búið að átta sig á því að það er hagur barnsins að njóta ríkulegrar umgengni við báða hæfa foreldra sína. Skynsamt fólk kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu við sambúðarslit að barnið njóti móður sinnar og föður. Það eimir þó enn af gömlum úreldum hugmyndum víða. Jafnvel þó faðir sé kærleiksríkur og ábyrgur einstaklingur eru sum börn svipt réttindum sínum með litlum eða jafnvel engum tíma með öðru foreldri sínu. Þá eru svo gott sem engin úrræði til staðar til að stöðva slík réttindabrot. Jafnvel lögin mismuna foreldrum út frá kyni þeirra. T.d. sú staðreynd að faðir er varla nema hálfur faðir, ef þá það, ef hann eignast barn utan sambúðar. Þá er hann nær réttindalaus, þó svo barnið eigi vissulega enn sem áður tvo foreldra og ætti að hafa jafnan rétt til þeirra. Faðir er faðir, hvort sem hann verður það innan sambands eða ekki. Mikilvægi hans er engu minna þrátt fyrir það. Þetta er dæmi um gargandi ójafnrétti á Íslandi sem þarf að laga. Lagaumhverfi og starfshættir stjórnsýslu hafa ekki aðlagað sig að breytingum í samfélaginu. Feður standa mun verr að vígi ef ekki næst sátt um réttindi barnsins. Stjórnsýsla og dómstólar fara á sveig við lög út frá gamaldags hugmyndum um að mæður hafi meiri réttindi til barna í stað þess að tryggja réttindi barna til beggja foreldra sinna. Þetta er ósómi í nútímaþjóðfélagi. Tölfræðin talar sínu máli og undirstrikar að foreldrum er mismunað út frá kyni sínu: Aðeins 1,69% karla fara einir með forsjá á móti sláandi 98,31% kvenna, sem fara einar með forsjá. Kom þetta fram í máli Karls Gauta í sérstakri umræðu um vanda drengja á Alþingi. Föðursvipting, eða mjög takmörkuð umgengni við föður, er landlægt vandamál. Því miður er feðradagurinn líka áminning fyrir fjölmarga feður um hve heitt þeir sakna barnanna sinna. Fjölmargir feður á Íslandi fá nefnilega ekki að umgangast börnin sín og enn stærri hópur er mestmegnis hafður til skrauts og hittir börnin sín með löngu millibili. Þetta eru gamaldags og úreldar hugmyndir sem þó eiga enn upp á pallborðið hjá yfirvöldum sem úrskurða í málum barnanna. Á meðan stjórnsýslan og dómstólar, svokallaðir fagaðilar, fara ekki að lögum og virða ekki réttindi barna til beggja foreldra sinna munu réttindabrot gagnvart börnum halda áfram. Á meðan alþingismenn draga lappirnar og bæta ekki lagaumhverfið og úrræði stjórnsýslu, verður áfram brotið á börnum. Tálmanir hafa engar afleiðingar! Rangar sakargiftir eru vel liðnar hjá dómstólum og notaðar sem réttlæting á því að svipta börn föður sínum. Það er við þessa svokölluðu fagaðila að sakast. Réttur barna til föðurs er því miður að miklu leyti háð samþykki móður eins og stjórnsýslan nálgast þessi mál í dag. Það er óásættanlegt með öllu. Börn verða að njóta feðra sinna, alveg eins og þau þurfa mæður sínar. Við verðum að stöðva þessi réttindabrot. Ríkuleg umgengni við bæði föður og móður er barni mikilvæg. Það er kominn tími á breytingar. Feðradagurinn er áminning um það. Það dýrmætasta í lífi okkar, börnin, eiga skilið að við tryggjum réttindi þeirra við skilnað foreldra, enda er fjölskyldumynstur í nútímasamfélagi ýmiskonar. Ég skora á fagaðila að stíga út úr hugsanavillu fortíðarinnar og ganga ávallt út frá því að barn eigi rétt á báðum foreldrum, nema sýnt sé fram á og sannað að annað fyrirkomulag henti betur. Hættið að láta innantómar fullyrðingar verða til þess að börn séu svipt feðrum sínum. Hættið að verðlauna tálmanir og annað ofbeldi. Til hamingju börn með feður ykkar. Nútímafaðirinn er sannkallaður ofurpabbi. Höfundur er í forsvari fyrir réttindabaráttu barna í aðgerðahópnum #DaddyToo og á son sem hefur verið að mestu sviptur föður sínum og systur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar