Hundruð þúsund Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 23:05 Mæðgur sem misstu heimili sitt í kjarreldinum í Paradís í norðanverðri Kaliforníu hugga hvor aðra. Vísir/AP Kjarreldar sem geisa nú í norðan- og sunnanverðri Kaliforníu hafa hrakið hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. Ellefu manns hafa farist í eldunum fram að þessu en slökkviliðsmenn reyna nú að forða því að fleiri íbúðarhús fuðri upp. Fulltrúi slökkviliðsmanna fordæmir yfirlýsingar Trump forseta um eldana. Aldrei hafa fleiri byggingar orði eldi að bráð í Kaliforníu en í kjarreldunum þar nú. Camp-kjarreldurinn hefur orðið níu manns að bana og eyðilaggt fleiri en 6.700 íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í bænum Paradís í ríkinu norðanverðu. Eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu Kaliforníu. Eldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum, að sögn Reuters. Lík nokkurra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið til kaldra kola. Enn er 35 manns saknað þar. Sunnar í Kaliforníu ógnar Woolsey-eldurinn íbúðarhúsum í Malibú. Um 250.000 íbúum svæðisins var skipað að flýja. Tvö lík hafa fundist þar en ekki er enn ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum eldsins eða af öðrum orsökum.Sumir íbúar Paradísar þurftu að yfirgefa bíla sína og flýja hlaupandi undan kjarreldinum. Nokkur lík fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið.Vísir/EPAHótaði að svipta Kaliforníu alríkisfé vegna eldanna Þrátt fyrir mannskaðann og eyðilegginguna hafði Donald Trump forseti ekkert tjáð sig um kjarreldana fyrir utan tíst þar sem hann hótaði yfirvöldum í Kaliforníu að alríkisstjórnin myndi hætta að veita þeim fé ef þau gerðu ekki breytingar á stýringu á skóglendi sem forsetinn telur ranglega að sé orsök eldanna. Það var ekki fyrr en nú í kvöld sem forsetinn tísti um ástandið í Kaliforníu, viðurkenndi mannskaðann og sagði „hjörtu okkar með þeim sem berjast við eldana“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump kennir „lélegri stjórnun skóga“ um elda sem brenna í Kaliforníu. Sú skýring virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Eldarnir nú brenna ekki í skóglendi heldur kjarri. Eldsmaturinn er þurrt gras þar sem aðeins nokkur tré eru á stangli, að því er segir í frétt Los Angeles Times. Yfirvöld í Kaliforníu segja að hnattræn hlýnun hafi magnað upp þurrka sem búa til mat fyrir kjarr- og skógarelda sem blossa reglulega upp, að sögn Washington Post.Reykur frá Woolsey-kjarreldinum í sunnanverðri Kaliforníu vomir yfir Malibú þar sem íbúum var skipað að hafa sig á brott.Vísir/APForseti Sambands atvinnuslökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmdi orð forsetans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Sagði hann fullyrðingar Trump „illa upplýstar, illa tímasettar og niðrandi fyrir þá sem þjást og karlana og konurnar í víglínunni“. Hafnar hann því algerlega að stefna ríkisins um grisjun skóga séu orsök kjarreldanna nú og segir það „hættulega“ rangfærslu hjá forsetanum. Í raun kvikni eldarnir ekki aðeins í skóglendi heldur á þéttbýlum svæðum og ökrum af völdum uppþornaðs gróðurs, sterkra vinda, lágs rakastigs og landfræðilegra þátta. Þar fyrir utan stýri alríkisstjórnin sem Trump fer fyrir um 60% af öllu skóglendi í Kaliforníu. Það sé alríkisstjórnin sem hafi kosið að leggja ekki fé í að stýra skógum í Kaliforníu, ekki ríkisyfirvöld. „Á þessum örvæntingafullu tímum hvetjum við forsetann til þess að bjóða fram stuðning í orði og æði frekar en ásakanir og álasanir,“ segir Brian Rice, forseti slökkviliðsmannanna.In an absolutely scathing statement, California Professional Firefighters President Brian Rice blasts President Trump's comments on the California fires: pic.twitter.com/Tre3rC2Suw— Jose A. Del Real (@jdelreal) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Kjarreldar sem geisa nú í norðan- og sunnanverðri Kaliforníu hafa hrakið hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. Ellefu manns hafa farist í eldunum fram að þessu en slökkviliðsmenn reyna nú að forða því að fleiri íbúðarhús fuðri upp. Fulltrúi slökkviliðsmanna fordæmir yfirlýsingar Trump forseta um eldana. Aldrei hafa fleiri byggingar orði eldi að bráð í Kaliforníu en í kjarreldunum þar nú. Camp-kjarreldurinn hefur orðið níu manns að bana og eyðilaggt fleiri en 6.700 íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í bænum Paradís í ríkinu norðanverðu. Eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu Kaliforníu. Eldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum, að sögn Reuters. Lík nokkurra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið til kaldra kola. Enn er 35 manns saknað þar. Sunnar í Kaliforníu ógnar Woolsey-eldurinn íbúðarhúsum í Malibú. Um 250.000 íbúum svæðisins var skipað að flýja. Tvö lík hafa fundist þar en ekki er enn ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum eldsins eða af öðrum orsökum.Sumir íbúar Paradísar þurftu að yfirgefa bíla sína og flýja hlaupandi undan kjarreldinum. Nokkur lík fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið.Vísir/EPAHótaði að svipta Kaliforníu alríkisfé vegna eldanna Þrátt fyrir mannskaðann og eyðilegginguna hafði Donald Trump forseti ekkert tjáð sig um kjarreldana fyrir utan tíst þar sem hann hótaði yfirvöldum í Kaliforníu að alríkisstjórnin myndi hætta að veita þeim fé ef þau gerðu ekki breytingar á stýringu á skóglendi sem forsetinn telur ranglega að sé orsök eldanna. Það var ekki fyrr en nú í kvöld sem forsetinn tísti um ástandið í Kaliforníu, viðurkenndi mannskaðann og sagði „hjörtu okkar með þeim sem berjast við eldana“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump kennir „lélegri stjórnun skóga“ um elda sem brenna í Kaliforníu. Sú skýring virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Eldarnir nú brenna ekki í skóglendi heldur kjarri. Eldsmaturinn er þurrt gras þar sem aðeins nokkur tré eru á stangli, að því er segir í frétt Los Angeles Times. Yfirvöld í Kaliforníu segja að hnattræn hlýnun hafi magnað upp þurrka sem búa til mat fyrir kjarr- og skógarelda sem blossa reglulega upp, að sögn Washington Post.Reykur frá Woolsey-kjarreldinum í sunnanverðri Kaliforníu vomir yfir Malibú þar sem íbúum var skipað að hafa sig á brott.Vísir/APForseti Sambands atvinnuslökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmdi orð forsetans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Sagði hann fullyrðingar Trump „illa upplýstar, illa tímasettar og niðrandi fyrir þá sem þjást og karlana og konurnar í víglínunni“. Hafnar hann því algerlega að stefna ríkisins um grisjun skóga séu orsök kjarreldanna nú og segir það „hættulega“ rangfærslu hjá forsetanum. Í raun kvikni eldarnir ekki aðeins í skóglendi heldur á þéttbýlum svæðum og ökrum af völdum uppþornaðs gróðurs, sterkra vinda, lágs rakastigs og landfræðilegra þátta. Þar fyrir utan stýri alríkisstjórnin sem Trump fer fyrir um 60% af öllu skóglendi í Kaliforníu. Það sé alríkisstjórnin sem hafi kosið að leggja ekki fé í að stýra skógum í Kaliforníu, ekki ríkisyfirvöld. „Á þessum örvæntingafullu tímum hvetjum við forsetann til þess að bjóða fram stuðning í orði og æði frekar en ásakanir og álasanir,“ segir Brian Rice, forseti slökkviliðsmannanna.In an absolutely scathing statement, California Professional Firefighters President Brian Rice blasts President Trump's comments on the California fires: pic.twitter.com/Tre3rC2Suw— Jose A. Del Real (@jdelreal) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31
Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30