Hundruð þúsund Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 23:05 Mæðgur sem misstu heimili sitt í kjarreldinum í Paradís í norðanverðri Kaliforníu hugga hvor aðra. Vísir/AP Kjarreldar sem geisa nú í norðan- og sunnanverðri Kaliforníu hafa hrakið hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. Ellefu manns hafa farist í eldunum fram að þessu en slökkviliðsmenn reyna nú að forða því að fleiri íbúðarhús fuðri upp. Fulltrúi slökkviliðsmanna fordæmir yfirlýsingar Trump forseta um eldana. Aldrei hafa fleiri byggingar orði eldi að bráð í Kaliforníu en í kjarreldunum þar nú. Camp-kjarreldurinn hefur orðið níu manns að bana og eyðilaggt fleiri en 6.700 íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í bænum Paradís í ríkinu norðanverðu. Eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu Kaliforníu. Eldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum, að sögn Reuters. Lík nokkurra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið til kaldra kola. Enn er 35 manns saknað þar. Sunnar í Kaliforníu ógnar Woolsey-eldurinn íbúðarhúsum í Malibú. Um 250.000 íbúum svæðisins var skipað að flýja. Tvö lík hafa fundist þar en ekki er enn ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum eldsins eða af öðrum orsökum.Sumir íbúar Paradísar þurftu að yfirgefa bíla sína og flýja hlaupandi undan kjarreldinum. Nokkur lík fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið.Vísir/EPAHótaði að svipta Kaliforníu alríkisfé vegna eldanna Þrátt fyrir mannskaðann og eyðilegginguna hafði Donald Trump forseti ekkert tjáð sig um kjarreldana fyrir utan tíst þar sem hann hótaði yfirvöldum í Kaliforníu að alríkisstjórnin myndi hætta að veita þeim fé ef þau gerðu ekki breytingar á stýringu á skóglendi sem forsetinn telur ranglega að sé orsök eldanna. Það var ekki fyrr en nú í kvöld sem forsetinn tísti um ástandið í Kaliforníu, viðurkenndi mannskaðann og sagði „hjörtu okkar með þeim sem berjast við eldana“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump kennir „lélegri stjórnun skóga“ um elda sem brenna í Kaliforníu. Sú skýring virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Eldarnir nú brenna ekki í skóglendi heldur kjarri. Eldsmaturinn er þurrt gras þar sem aðeins nokkur tré eru á stangli, að því er segir í frétt Los Angeles Times. Yfirvöld í Kaliforníu segja að hnattræn hlýnun hafi magnað upp þurrka sem búa til mat fyrir kjarr- og skógarelda sem blossa reglulega upp, að sögn Washington Post.Reykur frá Woolsey-kjarreldinum í sunnanverðri Kaliforníu vomir yfir Malibú þar sem íbúum var skipað að hafa sig á brott.Vísir/APForseti Sambands atvinnuslökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmdi orð forsetans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Sagði hann fullyrðingar Trump „illa upplýstar, illa tímasettar og niðrandi fyrir þá sem þjást og karlana og konurnar í víglínunni“. Hafnar hann því algerlega að stefna ríkisins um grisjun skóga séu orsök kjarreldanna nú og segir það „hættulega“ rangfærslu hjá forsetanum. Í raun kvikni eldarnir ekki aðeins í skóglendi heldur á þéttbýlum svæðum og ökrum af völdum uppþornaðs gróðurs, sterkra vinda, lágs rakastigs og landfræðilegra þátta. Þar fyrir utan stýri alríkisstjórnin sem Trump fer fyrir um 60% af öllu skóglendi í Kaliforníu. Það sé alríkisstjórnin sem hafi kosið að leggja ekki fé í að stýra skógum í Kaliforníu, ekki ríkisyfirvöld. „Á þessum örvæntingafullu tímum hvetjum við forsetann til þess að bjóða fram stuðning í orði og æði frekar en ásakanir og álasanir,“ segir Brian Rice, forseti slökkviliðsmannanna.In an absolutely scathing statement, California Professional Firefighters President Brian Rice blasts President Trump's comments on the California fires: pic.twitter.com/Tre3rC2Suw— Jose A. Del Real (@jdelreal) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Kjarreldar sem geisa nú í norðan- og sunnanverðri Kaliforníu hafa hrakið hundruð þúsunda manna frá heimilum sínum. Ellefu manns hafa farist í eldunum fram að þessu en slökkviliðsmenn reyna nú að forða því að fleiri íbúðarhús fuðri upp. Fulltrúi slökkviliðsmanna fordæmir yfirlýsingar Trump forseta um eldana. Aldrei hafa fleiri byggingar orði eldi að bráð í Kaliforníu en í kjarreldunum þar nú. Camp-kjarreldurinn hefur orðið níu manns að bana og eyðilaggt fleiri en 6.700 íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í bænum Paradís í ríkinu norðanverðu. Eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu Kaliforníu. Eldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum, að sögn Reuters. Lík nokkurra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið til kaldra kola. Enn er 35 manns saknað þar. Sunnar í Kaliforníu ógnar Woolsey-eldurinn íbúðarhúsum í Malibú. Um 250.000 íbúum svæðisins var skipað að flýja. Tvö lík hafa fundist þar en ekki er enn ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum eldsins eða af öðrum orsökum.Sumir íbúar Paradísar þurftu að yfirgefa bíla sína og flýja hlaupandi undan kjarreldinum. Nokkur lík fundust í eða við bíla sem höfðu brunnið.Vísir/EPAHótaði að svipta Kaliforníu alríkisfé vegna eldanna Þrátt fyrir mannskaðann og eyðilegginguna hafði Donald Trump forseti ekkert tjáð sig um kjarreldana fyrir utan tíst þar sem hann hótaði yfirvöldum í Kaliforníu að alríkisstjórnin myndi hætta að veita þeim fé ef þau gerðu ekki breytingar á stýringu á skóglendi sem forsetinn telur ranglega að sé orsök eldanna. Það var ekki fyrr en nú í kvöld sem forsetinn tísti um ástandið í Kaliforníu, viðurkenndi mannskaðann og sagði „hjörtu okkar með þeim sem berjast við eldana“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump kennir „lélegri stjórnun skóga“ um elda sem brenna í Kaliforníu. Sú skýring virðist þó ekki eiga við rök að styðjast. Eldarnir nú brenna ekki í skóglendi heldur kjarri. Eldsmaturinn er þurrt gras þar sem aðeins nokkur tré eru á stangli, að því er segir í frétt Los Angeles Times. Yfirvöld í Kaliforníu segja að hnattræn hlýnun hafi magnað upp þurrka sem búa til mat fyrir kjarr- og skógarelda sem blossa reglulega upp, að sögn Washington Post.Reykur frá Woolsey-kjarreldinum í sunnanverðri Kaliforníu vomir yfir Malibú þar sem íbúum var skipað að hafa sig á brott.Vísir/APForseti Sambands atvinnuslökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmdi orð forsetans í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Sagði hann fullyrðingar Trump „illa upplýstar, illa tímasettar og niðrandi fyrir þá sem þjást og karlana og konurnar í víglínunni“. Hafnar hann því algerlega að stefna ríkisins um grisjun skóga séu orsök kjarreldanna nú og segir það „hættulega“ rangfærslu hjá forsetanum. Í raun kvikni eldarnir ekki aðeins í skóglendi heldur á þéttbýlum svæðum og ökrum af völdum uppþornaðs gróðurs, sterkra vinda, lágs rakastigs og landfræðilegra þátta. Þar fyrir utan stýri alríkisstjórnin sem Trump fer fyrir um 60% af öllu skóglendi í Kaliforníu. Það sé alríkisstjórnin sem hafi kosið að leggja ekki fé í að stýra skógum í Kaliforníu, ekki ríkisyfirvöld. „Á þessum örvæntingafullu tímum hvetjum við forsetann til þess að bjóða fram stuðning í orði og æði frekar en ásakanir og álasanir,“ segir Brian Rice, forseti slökkviliðsmannanna.In an absolutely scathing statement, California Professional Firefighters President Brian Rice blasts President Trump's comments on the California fires: pic.twitter.com/Tre3rC2Suw— Jose A. Del Real (@jdelreal) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31 Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Kim Kardashian og Lady Gaga á meðal þeirra sem þurfa að flýja skógareldana Gríðarlegir skógareldar geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Í norðurhluta ríkisins hefur heill bær brunnið og í suðurhluta ríkisins hafa Hollywood-sjörnur og þekktir söngvarar- og konur þurft að flýja heimili sín. 10. nóvember 2018 08:31
Þúsundir bygginga hafa orðið eldi að bráð í Kaliforníu Flest húsin sem um ræðir voru í bænum Paradise þar sem öllum 27 þúsund íbúum bæjarins var gert að yfirgefa svæðið. 9. nóvember 2018 15:12
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30