Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræddi meðal annars um friðlýsingar á Umhverfisþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg. Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira