Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira