Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer til Frakklands í dag til að taka þátt í alþjóðlegu friðarráðstefnunni Paris Peace Forum í boði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Tilefnið er að eitt hundrað ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Áður en forsetinn og aðrir þjóðarleiðtogar sitja kvöldverð forseta Frakklands heimsækir Guðni listamanninn Erró á vinnustofu hans.
„Við opnun ráðstefnunnar flytja meðal annarra Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávörp,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. Guðni muni flytja ávarp síðar um daginn.
Svíþjóð
Ísland