Trump aflýsir fundi með Pútín Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 18:05 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á leið á fund G20-ríkjanna í Argentínu. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018
Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56