237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 17:11 Starfsmannafundur hófst klukkan 16:15 í dag. vísir/vilhelm 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Víkufréttir greindu fyrst frá. Uppsagnirnar eru sagðar gerðar svo fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf fyrirtækisins til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air. Boðað var til starfsmannafundar klukkan 16:15 þar sem fjallað var frá uppsögnunum. Hjá Airport Associates starfa um 500 manns og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna hefur fengið uppsagnarbréf í dag, í tölvupósti og í ábyrgðarpósti. Uppsagnirnar taka til flestra deilda fyrirtækisins, hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar.Um 500 manns starfa hjá APA og er því ljóst að tæpur helmingur starfsmanna fékk uppsagnarbréf í dag.Vísir/VilhelmVarúðarráðstafanir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri APA, segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara „varrúðarráðstafana“, eins og hann kallar aðgerðirnar. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum vita að það að það er mikil óvissa í fluginu. Okkar stærsti viðskiptavinur, um 50 prósent, er WOW Air. Ég vona það besta og ef Skúli [Mogensen, eigandi WOW Air] og félagar ná að ganga frá farsælli sölu á félaginu þá verðum við í þeirri stöðu að geta dregið allflestar uppsagnirnar til baka,“ segir Sigþór Kristinn.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tíðindin sérstaklega skelfileg rétt fyrir jól.Vísir/EinarÁMikið áfall „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, samfélagið hér suður frá. Þó svo ég viti ekki nákvæmlega hvaða einstkalingar þetta eru þá er þetta örugglega að langstærstum hluta einstaklingar héðan. Þetta eru gríðarlega alvarleg tíðindi,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í samtali við Vísi. „Við höfum óttast að eitthvað svona gæti gerst. Ef eitthvað er að marka það sem sagt er þá eru hugsanlega einhverjir aðrir möguleikar í spilunum. Verðum að vona að það gangi eftir,“ segir Kjartan Már. „Það er aldrei góður tími til að flytja svona tíðindi. En þetta er einstaklega vondur tími, rétt fyrir jól og hugur okkar er hjá þessum starfsmönnum öllum sem eru að fá þessar fréttir. Þetta er skelfilegt.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira