Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:04 Skúli Mogensen ræddi við starfsfólk WOW Air á starfsmannafundi í Katrínartúni í morgun. Hér er hann með Jónínu Guðmundsdóttur starfsmannastjóra WOW air. Vísir/vilhelm Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent