Að velja stríð Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2018 09:05 Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun