Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Ráðherra ræddi við dómara og lögmenn í upphafi fundar. Fréttablaðið/Eyþór Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur frumvarp um breytingar á því hvernig birtingu dóma er háttað ekki koma í veg fyrir að einkaaðilar geti haldið úti gagnagrunnum með dómasöfnum dómstólanna. Fyrirhugaðar reytingar taki eingöngu til ríkisvaldsins. Þetta kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen á opnum fundi dómstólasýslunnar í gær um tilgang birtingar dóma á internetinu og fyrirhugaðar breytingar á reglum þar að lútandi. Á fundinum vísaði Sigríður til áhyggja fjölmiðla af því að frumvarpið mæli fyrir um þrengri aðgang manna að upplýsingum frá dómstólum og sagði ráðherra þær áhyggjur óþarfar. „Þetta lýtur bara að birtingu ríkisvaldsins á internetinu,“ sagði Sigríður og benti á að áfram verði opinn aðgangur að réttarhöldum og allir sem vilji muni áfram geta fengið endurrit sakadóma hjá dómstólum. Fjölmiðlar geti þannig óháð frumvarpinu fjallað um dóma og nafngreint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig haldið úti skrám og gagnabönkum með dómum eins og áður. „Spurningin er hins vegar, finnst mér, hvort það er hlutverk ríkisvaldsins að halda þessa opinberu skrá á internetinu,“ sagði Sigríður. Vefsíðan fonsjuris.is er rekin af einkaaðilum og þar er haldið úti safni opinberra upplýsinga á sviði lögfræði. Hægt er að fá aðgang að vefnum gegn gjaldi en á honum eru birtir allir dómar Hæstaréttar frá upphafi, dómar annarra dómstóla sem birtir hafa verið auk úrskurða fjölda kærunefnda og ritrýndra fræðigreina á íslensku. Fonsjuris segir að fræðimenn og lögmenn fái aðgang fyrir 9.900 kr. á mánuði. „Ef fylgt er reglum um rétta birtingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birtir dómana en það þarf hins vegar að gera í samræmi við lög,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. „Við erum bara komin með persónuverndarlöggjöfina í fangið og burt séð frá skoðunum okkar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dómum frekar en annars staðar,“ segir Helga. Þau frumvarpsdrög sem voru til umræðu á fundinum gera meðal annars ráð fyrir því að hætt verði að nafngreina þá sem dæmdir eru fyrir refsiverða háttsemi og öll nöfn verði afmáð úr dómum í sakamálum. Hætt verði að birta héraðsdóma í kynferðisbrotamálum, málum er varða brot í nánu sambandi og mál um nálgunarbann. Verði dómum í málaflokkum þessum áfrýjað verði eingöngu birt reifun dóms þegar endanlegur dómur er genginn. Þá gera drögin ráð fyrir því að dómstólasýslunni verði heimilt að setja reglur til að takmarka myndatökur í dómhúsum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira