Samvinnan styrkir fullveldið Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Sjá meira
Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun