Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 14:28 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00