Vísað af landi brott eftir 16 ára dvöl hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 12:00 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Marcel Wojcik, þýsks manns sem dvalið hefur á Íslandi í sextán ár, um að fella úr gildi ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendinga þess efnis að vísa ætti honum úr landi. Brotaferill hans eftir að hafa fengið aðvaranir frá Útlendingastofnun unnu gegn honum í málinu.Fjallað var um mál Marcel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í október á síðasta ári en þá gagnrýndi þáverandi eiginkona hans að flytja ætti Marcel úr landi. Sagði hún hann engin tengsl hafa við Þýskaland enda hafi hann dvalið á Íslandi frá því að hann var sextán ára gamall.Þá hafði hann fengið dóm í þýskalandi en var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Þegar rætt var við þáverandi eiginkonu Marcel á síðasta ári var hann að afplána fangelsisdóm. Í dómi Héraðsdóms segir hins vegar að hann hafi lokið afplánun í nóvember og náð sér í vinnu.Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. Sagði þáverandi eiginkona hans að hann hafi horfið af beinu brautinni ungur að aldri eftir fráfall móður hans og algjört afskiptaleysi föður.Sagði hún að fótunum hafi verið kippt undan þeim með ákvörðun Útlendingastofnunar enda áttu þau von á barni þegar fréttastofa ræddi við þáverandi eiginkonu hans í október á síðasta ári.Taldi líklegt að hann myndi enda á götunni í Þýskalandi Í máli sínu gegn ríkinu vísaði Marcel til þess að hann ætti enga fjölskyldu og vini í Þýskalandi og fyrirsjáanlegt væri að hann myndi enda á götunni yrði hann sendur aftur til Þýskalands. Hann ætti íslenska fjölskyldu hér á landi og að það blasi við að ákvörðun um brottvísun fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart honum og gagnvart nánustu og einu aðstandendum hans. Þótt hann hafi verið utanveltu í samfélaginu hér á landi þekkti hann ekkert annað samfélag en það íslenska. Hætt við brottvísun í tvígang en brotin urðu alvarlegri Íslenska ríkið byggði mál sitt meðal annars á því að brotaferill Marcel hafði í tvígang gefið Útlendingastofnun tilefni til að taka til skoðunar að vísa honum frá landi. Í bæði skiptin hafi hins vegar verið fallið frá brottvísun og endurkomubanni, meðal annars vegna þess að Marcel ætti kærustu hér á landi og að hann hefði lokið áfengis- og vímuefnameðferð.Þegar hann hafi hins vegar haldið uppteknum hætti með áframhaldandi brotastarfsemi, auk þess sem brot hans hafi orðið alvarlegri, en á árunum 2014 og 2015 hlaut hann dóma fyrir mun alvarlegri brot en hann hafði hlotið áður, nauðgun og þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega líkamsárás, hafi Útlendingastofnun tekið til skoðunar á ný að vísa Marcel frá landi.Var það mat Útlendingastofnunar að framferði hans fæli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega alvarlega ógn til þess að skilyrði laga um brottvísun væru uppfyllt.Í dómi héraðsdóms segir að ítrekuð brot Marcel á almennum hegningarlögum skjóti nægilegum stoðum undir þá niðurstöðu kærunefndar að framferði hans feli í sér raunverulega, yfirvofandi og nægilega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Horfa þurfi til þess að tvívegis hafi komið til skoðunar að vísa Marcel á brott úr landi, án þess þó að slíkar ráðagerðir hafi haft þau áhrif að hann léti af afbrotum.Voru íslenska ríkið því sýknað af kröfum Marcel og standa því ákvarðanir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að vísa eigi Marcel af landi brott.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira