Við erum svona fólk Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 10:33 Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun