Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2018 23:22 Frá fundi Trump og Pútín í Helsinki. Getty/Chris McGrath Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í The Washington Post. Skipin voru hertekin undan strönd Krímskaga þegar þau voru á leið til Asovshafs í gegnum Kerch-sundið. Trump segist bíða skýrslu frá öryggisráðgjöfum sínum vegna málsins en sjóliðar skipanna þriggja eru enn í haldi Rússa. Hann segir skýrsluna skera úr um hvort hann muni funda með Pútín. „Kannski mun ég aflýsa fundinum. Mér líkar ekki við slíka árásargirni,“ sagði Trump í viðtali við Washington Post. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram á G20-ráðstefnunni í Buenos Aires í Argentínu sem hefst á föstudag. Að sögn Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, munu forsetarnir ræða öryggismál, vopnamál og málefni Mið-Austurlanda og Úkraínu á fundinum. Argentína Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í The Washington Post. Skipin voru hertekin undan strönd Krímskaga þegar þau voru á leið til Asovshafs í gegnum Kerch-sundið. Trump segist bíða skýrslu frá öryggisráðgjöfum sínum vegna málsins en sjóliðar skipanna þriggja eru enn í haldi Rússa. Hann segir skýrsluna skera úr um hvort hann muni funda með Pútín. „Kannski mun ég aflýsa fundinum. Mér líkar ekki við slíka árásargirni,“ sagði Trump í viðtali við Washington Post. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram á G20-ráðstefnunni í Buenos Aires í Argentínu sem hefst á föstudag. Að sögn Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, munu forsetarnir ræða öryggismál, vopnamál og málefni Mið-Austurlanda og Úkraínu á fundinum.
Argentína Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31