Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Rússneskir hermenn fylgja úkraínskum sjóliða inn í dómhús í borginni Símferopol á Krímskaga. Nordicphotos/AFP Stjórnmálaleiðtogar í meðal annars Þýskalandi, Austurríki og Póllandi hafa rætt um möguleikann á því að beita Rússland nýjum þvingunum vegna hernáms þriggja úkraínskra herskipa í Asovshafi nærri Krímskaga á sunnudag. Talsverðar þvinganir hafa nú þegar verið innleiddar gegn Rússum frá því átök brutust út í Úkraínu og Krímskagi var innlimaður árið 2014. Ísland tekur þátt í þessum þvingunaraðgerðum sem leiddi meðal annars til þess að Rússar settu viðskiptabann á íslenskar vörur árið 2015. Íslensk stjórnvöld hvetja til stillingar nú og til þess að frekari stigmögnun verði afstýrt. „Það er aðalatriðið að svo komnu máli – að friðsamlega verði leyst úr málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um möguleikann á frekari þvingunum gegn Rússum. Þá segir ráðherra að stjórnvöld hafi fordæmt hernaðaraðgerðir rússneskra stjórnvalda „sem voru brot á alþjóðalögum og samningum, og hvatt þau til að leysa úr haldi úkraínsku skipin og áhafnir þeirra.“ Atburðirnir og afleiðingarnar verði vafalaust ræddar á utanríkisráðherrafundum NATO og ÖSE í næstu viku. Þjóðverjar eru sagðir líklegir til þess að leiða baráttu fyrir frekari þvingunum. Norbert Röttgen, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í gær að Evrópa gæti þurft að herða aðgerðir gegn Rússum. Sams konar ummæli hafa Andrzej Duda, forseti Póllands, og Juri Luik, varnarmálaráðherra Eistlands, látið falla. Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, sagði að Evrópusambandið myndi velta fyrir sér þvingunum á grundvelli staðreynda og þess hvernig málið þróast. Samkvæmt heimildum Reuters er búist við því að núgildandi þvinganir verði framlengdar í desember á fundi utanríkisráðherra ESB. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í fyrrinótt og sagði Rússa ætla að sýna fram á að úkraínsku herskipin hafi siglt vísvitandi inn í landhelgi Rússa til að ögra þeim. Úkraínumenn hafa haldið þveröfugu fram. Rússneska leyniþjónustan (FSB) birti myndband í gær þar sem sjá mátti þrjá úkraínska sjóliða ræða um atburðina á Asovshafi. Einn, Andríj Drach, sagði að hann hefði verið á Níkopol, stórskotaskipi Úkraínumanna, og hefði fengið ítrekaðar viðvaranir um að skipið væri að sigla inn í rússneska landhelgi og brjóta þar með rússnesk lög. Undir þetta tóku hinir, Serhíj Tsíjbisov og Volodíjmíjr Lísovíj. Sá síðarnefndi sagðist vísvitandi hafa hundsað beiðnir Rússa um að snúa við. „Það sem þeir segja í þessu myndbandi er ósatt,“ sagði yfirmaður úkraínska sjóhersins í gær og bætti við að sjóliðarnir hefðu sagt ósatt vegna þess að þeir sættu þrýstingi, ef til vill pyntingum. Herlög eru nú í gildi í Úkraínu vegna málsins eftir tilskipun forseta og samþykkt þingsins. Þau gilda í þeim fylkjum Úkraínu sem eiga annaðhvort landamæri að Rússlandi eða liggja við Asovshaf eða Svartahaf. Dómstóll á Krímskaga úrskurðaði tvo sjóliða af 24 í tveggja mánaða gæsluvarðhald í gær. Búist er við því að þeir verði ákærðir og fari fyrir dóm. Enn átti eftir að taka fyrir mál gegn fleiri sjóliðum þegar þessi frétt var skrifuð. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Eistland Evrópusambandið Pólland Rússland Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar í meðal annars Þýskalandi, Austurríki og Póllandi hafa rætt um möguleikann á því að beita Rússland nýjum þvingunum vegna hernáms þriggja úkraínskra herskipa í Asovshafi nærri Krímskaga á sunnudag. Talsverðar þvinganir hafa nú þegar verið innleiddar gegn Rússum frá því átök brutust út í Úkraínu og Krímskagi var innlimaður árið 2014. Ísland tekur þátt í þessum þvingunaraðgerðum sem leiddi meðal annars til þess að Rússar settu viðskiptabann á íslenskar vörur árið 2015. Íslensk stjórnvöld hvetja til stillingar nú og til þess að frekari stigmögnun verði afstýrt. „Það er aðalatriðið að svo komnu máli – að friðsamlega verði leyst úr málum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um möguleikann á frekari þvingunum gegn Rússum. Þá segir ráðherra að stjórnvöld hafi fordæmt hernaðaraðgerðir rússneskra stjórnvalda „sem voru brot á alþjóðalögum og samningum, og hvatt þau til að leysa úr haldi úkraínsku skipin og áhafnir þeirra.“ Atburðirnir og afleiðingarnar verði vafalaust ræddar á utanríkisráðherrafundum NATO og ÖSE í næstu viku. Þjóðverjar eru sagðir líklegir til þess að leiða baráttu fyrir frekari þvingunum. Norbert Röttgen, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í gær að Evrópa gæti þurft að herða aðgerðir gegn Rússum. Sams konar ummæli hafa Andrzej Duda, forseti Póllands, og Juri Luik, varnarmálaráðherra Eistlands, látið falla. Karin Kneissl, utanríkisráðherra Austurríkis, sagði að Evrópusambandið myndi velta fyrir sér þvingunum á grundvelli staðreynda og þess hvernig málið þróast. Samkvæmt heimildum Reuters er búist við því að núgildandi þvinganir verði framlengdar í desember á fundi utanríkisráðherra ESB. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í fyrrinótt og sagði Rússa ætla að sýna fram á að úkraínsku herskipin hafi siglt vísvitandi inn í landhelgi Rússa til að ögra þeim. Úkraínumenn hafa haldið þveröfugu fram. Rússneska leyniþjónustan (FSB) birti myndband í gær þar sem sjá mátti þrjá úkraínska sjóliða ræða um atburðina á Asovshafi. Einn, Andríj Drach, sagði að hann hefði verið á Níkopol, stórskotaskipi Úkraínumanna, og hefði fengið ítrekaðar viðvaranir um að skipið væri að sigla inn í rússneska landhelgi og brjóta þar með rússnesk lög. Undir þetta tóku hinir, Serhíj Tsíjbisov og Volodíjmíjr Lísovíj. Sá síðarnefndi sagðist vísvitandi hafa hundsað beiðnir Rússa um að snúa við. „Það sem þeir segja í þessu myndbandi er ósatt,“ sagði yfirmaður úkraínska sjóhersins í gær og bætti við að sjóliðarnir hefðu sagt ósatt vegna þess að þeir sættu þrýstingi, ef til vill pyntingum. Herlög eru nú í gildi í Úkraínu vegna málsins eftir tilskipun forseta og samþykkt þingsins. Þau gilda í þeim fylkjum Úkraínu sem eiga annaðhvort landamæri að Rússlandi eða liggja við Asovshaf eða Svartahaf. Dómstóll á Krímskaga úrskurðaði tvo sjóliða af 24 í tveggja mánaða gæsluvarðhald í gær. Búist er við því að þeir verði ákærðir og fari fyrir dóm. Enn átti eftir að taka fyrir mál gegn fleiri sjóliðum þegar þessi frétt var skrifuð.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Eistland Evrópusambandið Pólland Rússland Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Ólga eftir árás á Asovshafi Úkraínska þingið samþykkti í gær tilskipun forseta landsins um setningu herlaga eftir að Rússar skutu á og hertóku þrjú úkraínsk herskip. Átök landanna tveggja eru ekki ný af nálinni en fara nú harðnandi. 27. nóvember 2018 07:00
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00