Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þessi er ekki hrifinn af aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Nordicphotos/Getty Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira