Viðskipti erlent

Stærsti dagur í sögu Amazon

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Amazon Echo er til á fjölmörgum heimilum.
Amazon Echo er til á fjölmörgum heimilum. Getty/ Bloomberg
Viðskiptavinir Amazon hafa aldrei verslað meira á einum degi en síðastliðinn mánudag eða „cyber monday“. Þetta kom fram í tilkynningu sem vefverslunarrisinn sendi frá sér. Dagurinn hirti þannig toppsætið af svokölluðum „Prime day“, tilboðsdegi Amazon, í júlí þar sem viðskiptavinir keyptu rúmlega hundrað milljónir vara.

Vinsælasta varan var Echo Dot, minnsta útgáfa snjallhátalara fyrirtækisins, en Echo-línan seldist í milljónatali heilt yfir. Einnig seldust aðrar vörur Amazon vel, til að mynda Fire-spjaldtölvur. Verslun á hinum svokallaða „black friday“ var sömuleiðis góð, betri en á sama degi í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×