Jólakötturinn kostaði 4,4 milljónir en verður ódýrari á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 13:01 Jólakötturinn skein skært á Lækjartorgi í morgun. Vísir/vilhelm Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður Borgarstjórn Jól Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður
Borgarstjórn Jól Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira