Launahæsti leikmaður NFL-deildarinnar kemst líklega ekki í úrslitakeppnina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2018 12:00 Rodgers og Cousins þakka hvor öðrum fyrir leikinn. vísir/getty Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
Green Bay Packers varð fyrir enn einu áfallinu í nótt er liðið tapaði gegn Minnesota Vikings í afar mikilvægum leik. Þetta tap gerir það að verkum að möguleikar Packers á sæti í úrslitakeppninni eru afar litlir. Chicago Bears leiðir riðil Packers og Vikings með átta sigra. Vikings er nú komið með sex en Packers er aðeins með fjóra vinninga. Útlitið er því ekki gott hjá launahæsta leikmanni deildarinnar, Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, og hans félögum.FINAL: The @Vikings WIN on #SNF! #SKOL#GBvsMIN (by @Lexus) pic.twitter.com/2P9S6Fkkbb — NFL (@NFL) November 26, 2018 Rodgers var aðeins með 198 kastjarda í gær og eitt snertimark. Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, var aftur á móti með 342 jarda og þrjú snertimörk. Frábær leikur hjá honum. New England Patriots lenti óvænt í basli gegn NY Jets í gær en hristi andstæðinginn af sér í síðari hálfleik og vann öruggan sigur. Staðan í hálfleik var þó 10-10. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots með 283 kastjarda og tvö snertimörk. Nýliðahlauparinn Sony Michel var mjög sterkur með 133 hlaupajarda og eitt snertimark.FINAL: The @Patriots improve to 8-3! #GoPats#NEvsNYJpic.twitter.com/wWPH6ybbIs — NFL (@NFL) November 25, 2018Josh McCown var leikstjórnandi hjá Jets í gær og hann endaði með 276 jarda, eitt snertimark og einn tapaðan bolta. Pittsburgh Steelers fór illa að ráði sínu gegn Denver Broncos. Liðið hefði getað jafnað í lokin en leikstjórnanda liðsins, Ben Roethlisberger, brást bogalistin og kastaði frá sér á ögurstundu.FINAL: The @Broncos outlast the Steelers! #BroncosCountry#PITvsDENpic.twitter.com/IRqcpg4Q9C — NFL (@NFL) November 26, 2018 Big Ben endaði með 462 jarda, eitt snertimark en tvo tapaða bolta. Þeir voru ansi dýrir. Útherjinn ungi, JuJu Smith-Schuster, var með tröllaleik. Þrettán gripnir boltar fyrir 189 jördum og einu snertimarki. Snertimarkið af dýrari gerðinni enda 97 jarda snertimark. Magnað.Úrslit: Minnesota-Green Bay 24-17 Baltimore-Oakland 34-17 Buffalo-Jacksonville 24-21 Carolina-Seattle 27-30 Cincinnati-Cleveland 20-35 NY Jets-New England 13-27 Philadelphia-NY Giants 25-22 Tampa Bay-San Francisco 27-9 LA Chargers-Arizona 45-10 Indianapolis-Miami 27-24 Denver-Pittsburgh 24-17Í nótt: Houston Texans - Tennessee TitansStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira