Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 06:15 Aukið púður hefur verið sett í samkeppnisrekstur Íslandspósts undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Frá 2006 hefur Íslandspóstur (ÍSP) varið rúmlega 5,8 milljörðum króna í fjárfestingar í fasteignum, lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 milljónir króna verið seldar. Nettófjárfesting á tímabilinu er því rúmir fimm milljarðar króna. Þetta má lesa úr ársskýrslum ÍSP frá árinu 2006 til dagsins í dag. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs fyrir sig. Séu síðustu tvö ár skoðuð, það er árin 2016 og 2017, má sjá að nettófjárfestingar tímabilsins nema rúmum milljarði króna. Við það bætast á þessu ári minnst 700 milljónir króna vegna stækkunar flutningamiðstöðvar fyrirtækisins að Stórhöfða. Langstærstan hluta fjárfestinga undanfarinna ára má rekja til nýrra tækja og bifreiða. Á árunum 2005 og 2006 tók ÍSP ákvarðanir um að setja aukið púður í að stækka hlutdeild fyrirtækisins á almennum flutningamarkaði. Þá er fyrirtækið einnig í samkeppni þegar kemur að dreifingu auglýsingablaða, bæklinga og sölu á prentvörum og ýmiss konar smávöru. Samtímis þessu er vert að minnast á að frá árinu 2014 hefur stöðugildum ÍSP fjölgað um tæplega níutíu, þar af um rúmlega fjörutíu milli áranna 2016 og 2017, og launakostnaður hækkað um 1,4 milljarða króna. Nýverið fór ÍSP fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá íslenska ríkinu til að koma í veg fyrir að fyrirtækið færi í þrot. Viðskiptabanki ÍSP hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Í september var tilkynnt um að lána ætti ÍSP 500 milljónir vegna bágrar rekstrarstöðu sem rekja mætti til samdráttar í tekjum af alþjónustu. Þá hefur einnig komið fram í máli ÍSP að hluta tapsins megi rekja til þess hve langan tíma það hefur tekið fyrir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að taka ákvarðanir um gjaldskrárbreytingar. Í ákvörðunum eftirlitsaðila er hins vegar bent á að slæma rekstrarstöðu ÍSP sé ekki aðallega að rekja til aukins kostnaðar við alþjónustu. Í athugasemdum PFS við skýrslu um rekstrarskilyrði ÍSP, frá árinu 2014, er meðal annars bent á að hundruð milljóna hafi tapast vegna lánveitinga til dótturfélaga ÍSP í samkeppnisrekstri. Fjallað var um tap ÍSP vegna prentsmiðjunnar Samskipta og ePósts, dótturfélaga ÍSP, í Fréttablaðinu á laugardag. „Starfsemi sem fellur undir samkeppni er um sextíu prósent af starfsemi félagsins eða sem nemur veltu upp á um 3,9 milljarða á ári, auk fjárfestinga sem nema milljörðum króna sem bundnar eru í viðkomandi verkefni. Þessi hluti starfsemi ÍSP lítur ekki gjaldskráreftirliti PFS [...]. Lítið sem ekkert er þó fjallað um áhrif samkeppnisrekstar í heild á rekstur og efnahag félagsins,“ segir enn fremur í athugasemdum PFS. Þá er á það bent að PFS hefur að meðaltali tekið þrettán virka daga að taka ákvörðun um gjaldskrá innan einkaréttar eftir að nauðsynleg gögn hafa borist frá ÍSP. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Frá 2006 hefur Íslandspóstur (ÍSP) varið rúmlega 5,8 milljörðum króna í fjárfestingar í fasteignum, lóðum, áhöldum, tækjum og bifreiðum. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 milljónir króna verið seldar. Nettófjárfesting á tímabilinu er því rúmir fimm milljarðar króna. Þetta má lesa úr ársskýrslum ÍSP frá árinu 2006 til dagsins í dag. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs fyrir sig. Séu síðustu tvö ár skoðuð, það er árin 2016 og 2017, má sjá að nettófjárfestingar tímabilsins nema rúmum milljarði króna. Við það bætast á þessu ári minnst 700 milljónir króna vegna stækkunar flutningamiðstöðvar fyrirtækisins að Stórhöfða. Langstærstan hluta fjárfestinga undanfarinna ára má rekja til nýrra tækja og bifreiða. Á árunum 2005 og 2006 tók ÍSP ákvarðanir um að setja aukið púður í að stækka hlutdeild fyrirtækisins á almennum flutningamarkaði. Þá er fyrirtækið einnig í samkeppni þegar kemur að dreifingu auglýsingablaða, bæklinga og sölu á prentvörum og ýmiss konar smávöru. Samtímis þessu er vert að minnast á að frá árinu 2014 hefur stöðugildum ÍSP fjölgað um tæplega níutíu, þar af um rúmlega fjörutíu milli áranna 2016 og 2017, og launakostnaður hækkað um 1,4 milljarða króna. Nýverið fór ÍSP fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá íslenska ríkinu til að koma í veg fyrir að fyrirtækið færi í þrot. Viðskiptabanki ÍSP hefur lokað á frekari skammtímalánveitingar. Í september var tilkynnt um að lána ætti ÍSP 500 milljónir vegna bágrar rekstrarstöðu sem rekja mætti til samdráttar í tekjum af alþjónustu. Þá hefur einnig komið fram í máli ÍSP að hluta tapsins megi rekja til þess hve langan tíma það hefur tekið fyrir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að taka ákvarðanir um gjaldskrárbreytingar. Í ákvörðunum eftirlitsaðila er hins vegar bent á að slæma rekstrarstöðu ÍSP sé ekki aðallega að rekja til aukins kostnaðar við alþjónustu. Í athugasemdum PFS við skýrslu um rekstrarskilyrði ÍSP, frá árinu 2014, er meðal annars bent á að hundruð milljóna hafi tapast vegna lánveitinga til dótturfélaga ÍSP í samkeppnisrekstri. Fjallað var um tap ÍSP vegna prentsmiðjunnar Samskipta og ePósts, dótturfélaga ÍSP, í Fréttablaðinu á laugardag. „Starfsemi sem fellur undir samkeppni er um sextíu prósent af starfsemi félagsins eða sem nemur veltu upp á um 3,9 milljarða á ári, auk fjárfestinga sem nema milljörðum króna sem bundnar eru í viðkomandi verkefni. Þessi hluti starfsemi ÍSP lítur ekki gjaldskráreftirliti PFS [...]. Lítið sem ekkert er þó fjallað um áhrif samkeppnisrekstar í heild á rekstur og efnahag félagsins,“ segir enn fremur í athugasemdum PFS. Þá er á það bent að PFS hefur að meðaltali tekið þrettán virka daga að taka ákvörðun um gjaldskrá innan einkaréttar eftir að nauðsynleg gögn hafa borist frá ÍSP.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30