Helena hafði betur gegn Haukum í fyrsta leiknum með Val Anton Ingi Leifsson skrifar 25. nóvember 2018 21:09 Helena er hún skrifaði undir. vísir/vilhelm Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira