B-landslið Íslands í handbolta kvenna gerði jafntefli, 21-21, við Færeyjar í vináttulandsleik en leikið var í TM-Höllinni í Garðabæ.
Liðin mættust einnig í gær en þá unnu færeysku stelpurnar átta marka sigur, 25-17, sigur á íslenska liðinu en allt annar bragur var á íslenska liðinu í dag.
Ágúst Þór Jóhannsson er þjálfari Færeyja og þær voru fjórum mörkum yfir, 13-9, er liðin gengu til búningsherbergja.
Stelpurnar okkar voru hins vegar ekki hættir og komu til baka. Þær jöfnuðu úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út og niðurstaðan jafntefli.
Markahæst íslenska liðsins var Sólveig Lára Kristjánsdóttir, leikmaður Þór/KA, með fimm mörk en næst kom Valsstúlkan Sandra Erlingsdóttir með fjögur mörk.
Mörk Íslands: Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Sandra Erlingsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2.
Ísland náði jafntefli gegn Færeyjum úr vítakasti á lokasekúndunni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn





Saka ekki alvarlega meiddur
Enski boltinn