Starfsmenn Icelandair nýtast á Grænhöfðaeyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2018 14:30 Það er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon. Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon.
Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06