Starfsmenn Icelandair nýtast á Grænhöfðaeyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2018 14:30 Það er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon. Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon.
Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06