Sigla blindandi í ólgusjó heimsfaraldurs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. nóvember 2018 11:00 Notkun insúlíns mun aukast verulega í heiminum. Getty Hnattræn eftirspurn eftir insúlíni til meðhöndlunar við sykursýki 2 mun aukast um 20 prósent á næstu 12 árum. Verði ekki gripið til aðgerða til að mæta þessari eftirspurn er líklegt að um 80 milljónir manna – aðallega í löndum Afríku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni undir loks næsta áratugar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskóla og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar voru birtar í læknaritinu Lancet í vikunni. Vísindamennirnir framreiknuðu hnattrænt nýgengi sykursýki 2 til ársins 2030 með því að rýna í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra og rannsóknargögn úr 14 hóprannsóknum, sem samanlagt taka til 60 prósenta þeirra sem glíma við sjúkdóminn í heiminum í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fullorðnum einstaklingum sem glíma við sykursýki 2 muni fjölga um fimmtung á næstu 12 árum, úr 406 milljónum manna í ár í 511 milljónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega helmingur búa í þremur löndum; Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Sykursýki er langvinnur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af blóðsykurhækkun vegna röskunar á insúlínvirkni, ónógri framleiðslu insúlíns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 prósent allra tilfella sykursýki eru af tegund 2. Offita er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur sykursýki. Samhliða auknu nýgengi mun eftirspurn eftir insúlíni – sem nauðsynlegt er fyrir þá sem glíma við sykursýki 1 og 2 ef forðast á fylgikvilla á borð við blindu, nýrnabilun, slag og aflimun – aukast gríðarlega, eða úr 526 milljónum skammta árið 2016 í 634 milljónir árið 2030. „Vegna hækkandi aldurs, þéttbýlismyndunar og breyta sem tengjast mataræði og hreyfingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við sykursýki 2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur og prófessor við Stanford-háskóla. „Víða um heim er insúlín af skornum skammti, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna um að berjast gegn langvinnum ekki-smitandi sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.“ Niðurstöðurnar eru birtar með nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða breytingar á mataræði og hreyfingu fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi. Í ítarefni rannsóknarinnar kemur fram að áætlaður fjöldi þeirra sem glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúmlega þrjú þúsund manns og í 20.689 (14.316-26.110) á næstu 12 árum. Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða annars staðar í heiminum, er í raun minna vitað um faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi en mögulegt væri. „Vandamálið okkar er að við höfum ekki aðgengileg áreiðanleg gögn. Okkur sárvantar ný gögn til að geta gert áætlanir um heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rafn Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtladeildar Landspítala. Rafn var formaður starfshóps sem skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar skrár um sykursýki ítrekað: „Án gagnagrunns eru einfaldlega engar undirstöður.“ Velferðarráðuneytið hefur fjallað um tillögur starfshópsins. Embætti landlæknis hefur verið falið að meta kostnað við að koma sykursýkisskrá á fót. Örvandi lyf eru kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og var árið 2016 799 milljónir króna. Þar á eftir koma lyf við sykursýki þar sem kostnaður var 615 milljónir króna. „Lyf við sykursýki eru næstdýrasti lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það er lítið talað um það, og fólk gerir sér líklega almennt ekki grein fyrir umfangi vandans og því síður hvert þetta stefnir.“ Rafn telur gæta sinnu- og stefnuleysis af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. „Ég hef talað um þetta við ýmsa aðila innan kerfisins síðustu 10 til 15 ár – en oftast mætt litlum skilningi“ segir Rafn. „Það vantar algjörlega umgjörð, stefnumótun, áætlanagerð og fjármögnun á þessu sviði. Við eigum reyndar fullt af gögnum sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipulögðum hætti og gera svo áætlanir sem verða að aðgerðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Hnattræn eftirspurn eftir insúlíni til meðhöndlunar við sykursýki 2 mun aukast um 20 prósent á næstu 12 árum. Verði ekki gripið til aðgerða til að mæta þessari eftirspurn er líklegt að um 80 milljónir manna – aðallega í löndum Afríku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni undir loks næsta áratugar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskóla og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar voru birtar í læknaritinu Lancet í vikunni. Vísindamennirnir framreiknuðu hnattrænt nýgengi sykursýki 2 til ársins 2030 með því að rýna í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra og rannsóknargögn úr 14 hóprannsóknum, sem samanlagt taka til 60 prósenta þeirra sem glíma við sjúkdóminn í heiminum í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fullorðnum einstaklingum sem glíma við sykursýki 2 muni fjölga um fimmtung á næstu 12 árum, úr 406 milljónum manna í ár í 511 milljónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega helmingur búa í þremur löndum; Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Sykursýki er langvinnur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af blóðsykurhækkun vegna röskunar á insúlínvirkni, ónógri framleiðslu insúlíns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 prósent allra tilfella sykursýki eru af tegund 2. Offita er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur sykursýki. Samhliða auknu nýgengi mun eftirspurn eftir insúlíni – sem nauðsynlegt er fyrir þá sem glíma við sykursýki 1 og 2 ef forðast á fylgikvilla á borð við blindu, nýrnabilun, slag og aflimun – aukast gríðarlega, eða úr 526 milljónum skammta árið 2016 í 634 milljónir árið 2030. „Vegna hækkandi aldurs, þéttbýlismyndunar og breyta sem tengjast mataræði og hreyfingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við sykursýki 2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur og prófessor við Stanford-háskóla. „Víða um heim er insúlín af skornum skammti, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna um að berjast gegn langvinnum ekki-smitandi sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.“ Niðurstöðurnar eru birtar með nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða breytingar á mataræði og hreyfingu fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi. Í ítarefni rannsóknarinnar kemur fram að áætlaður fjöldi þeirra sem glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúmlega þrjú þúsund manns og í 20.689 (14.316-26.110) á næstu 12 árum. Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða annars staðar í heiminum, er í raun minna vitað um faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi en mögulegt væri. „Vandamálið okkar er að við höfum ekki aðgengileg áreiðanleg gögn. Okkur sárvantar ný gögn til að geta gert áætlanir um heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rafn Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtladeildar Landspítala. Rafn var formaður starfshóps sem skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar skrár um sykursýki ítrekað: „Án gagnagrunns eru einfaldlega engar undirstöður.“ Velferðarráðuneytið hefur fjallað um tillögur starfshópsins. Embætti landlæknis hefur verið falið að meta kostnað við að koma sykursýkisskrá á fót. Örvandi lyf eru kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og var árið 2016 799 milljónir króna. Þar á eftir koma lyf við sykursýki þar sem kostnaður var 615 milljónir króna. „Lyf við sykursýki eru næstdýrasti lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það er lítið talað um það, og fólk gerir sér líklega almennt ekki grein fyrir umfangi vandans og því síður hvert þetta stefnir.“ Rafn telur gæta sinnu- og stefnuleysis af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. „Ég hef talað um þetta við ýmsa aðila innan kerfisins síðustu 10 til 15 ár – en oftast mætt litlum skilningi“ segir Rafn. „Það vantar algjörlega umgjörð, stefnumótun, áætlanagerð og fjármögnun á þessu sviði. Við eigum reyndar fullt af gögnum sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipulögðum hætti og gera svo áætlanir sem verða að aðgerðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira