Orkupakki, samgöngur og kannabis í Víglínunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 10:00 Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í vikunni var mælt fyrir þingsályktunartillögu Halldóru Mogensen þingmanns Pírata um að heilbrigðisráðherra undirbúi að leggja fram frumvarp sem heimili notkun og framleiðslu á lyfjahampi, öðru nafni kannabisi. Halldóra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál en hún segir nauðsynlegt að með frumvarpi ráðherra verði tryggt að ræktun og dreifing verði örugg og að þeim aðilum sem hafi hana með höndum, sem og sjúklingum, verði ekki refsað. Horft sé til reynslu annarra ríkja sem heimilað hafi noktun á kannabisi við meðferð sjúklinga meðal annars vegna krabbameins. En það gætir einnig nokkurs titrings innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakka Evrópusambandsins og þar mun reyna nokkuð á Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. En miðstjórn Framsóknarflokksins ályktaði á dögunum gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í íslenska löggjöf og vill flokkurinn að leitað verði eftir undanþágu. Það gæti hins vegar hleypt samningnum um evrópska efnahagssvæðið í uppnám enda hafa íslensk stjórnvöld nú þegar samþykkt að orkustefna Evrópusambandsins skuli vera hluti að EES samningnum. Þá hafa hin EFTA ríkin innan EES lögfest pakkann. Sigurður Ingi ræðir þessi mál og fleiri í Víglínunni. En hann ritaði einnig undir samkomulag við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um samgöngumál í vikunni.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Alþingi Stj.mál Víglínan Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira