Þrettán milljónir í bíl og bílstjóra borgarstjóra Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 11:23 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður vegna reksturs bíls og vegna launa bílstjóra borgarstjóra síðastliðið ár var þrettán milljónir króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur sem vildi vita hver kostnaður væri við akstur með borgarstjóra, hver væri kostnaður boðsendinga og póstsendinga innan og utan kerfis, hver væri kostnaður vegna Barnaverndar Reykjavíkur og loks kostnaður við önnur verkefni svo sem innkaupum og öðrum sendiferðum. Skrifstofa borgarstjóra aflaði gagna vegna fyrirspurnar Kolbrúnar en framkvæmt var tímabundið verkbókhald á starfi bílstjóra borgarstjóra á haustmánuðum 2018. Kom þar í ljós að akstur fyrir borgarstjóra á þessum tíma væri 36 prósent af heildar vinnuframlagi bílstjóra. Daglegar póstsendingar, sem fela meðal annars í sér þjónustu við Barnavernd, þjónustumiðstöðvar borgarinnar og þjónustuverið á Höfðatorgi, voru 22 prósent af vinnuframlaginu. Innkaup, sendiferðir og tilfallandi boðsendingar fyrir skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu voru 12 prósent. Önnur verkefni bílstjóra eru 30 prósent af heildarvinnuframlaginu og þar ber helst að nefna vinnu við fundi borgarstjórnar.Taldi borgarstjóra geta gengið eða hjólað Á fundi borgarráðs í gær benti Kolbrún á að nú liggi aksturshluti borgarstjóra fyrir. Það séu einhverjar milljónir sem betur mætti nota í annað skynsamlegra að mati hennar. Sagði hún það vera sitt mat að góður bragur yrðir að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabílstjóra.Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinnar leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um í sínum einkabíl eða taka strætó,“ sagði Kolbrún í bókun sinni.Starfsmenn fái frið fyrir ágangi pólitíkusa Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sögðu þetta í fjóra sinn á þessu kjörtímabili, sem er nýhafið, að málefni bílstjóra séu í fundargerð borgarráðs. Bent var á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri með bílstjóra líkt og allir forverar hans í starfi. Munurinn nú sé sá að starfsskyldur bílstjóra séu að stórum hluta önnur verkefni. Áður fyrr voru tveir bílstjórar í fullu starfi á þremur bílum og þá hafði forseti borgarstjórnar einnig sérstakan bílstjóra en svo sé ekki lengur. „Það væri óskandi ef einstaka starfsfólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg.“Kolbrún Baldursdóttir hefur áður gert það að tillögu sinni að borgarfulltrúar sem og starfsfólk Ráðhúss borgarinnar fái frí bílastæði í borginni. Lagði Kolbrún það til að þetta yrði fjármagnað með því að leggja af þann sið að borgarstjóri hafi bílstjóra. Tengdar fréttir Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi Flokkur fólksins vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa. 12. október 2018 10:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Heildarkostnaður vegna reksturs bíls og vegna launa bílstjóra borgarstjóra síðastliðið ár var þrettán milljónir króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur sem vildi vita hver kostnaður væri við akstur með borgarstjóra, hver væri kostnaður boðsendinga og póstsendinga innan og utan kerfis, hver væri kostnaður vegna Barnaverndar Reykjavíkur og loks kostnaður við önnur verkefni svo sem innkaupum og öðrum sendiferðum. Skrifstofa borgarstjóra aflaði gagna vegna fyrirspurnar Kolbrúnar en framkvæmt var tímabundið verkbókhald á starfi bílstjóra borgarstjóra á haustmánuðum 2018. Kom þar í ljós að akstur fyrir borgarstjóra á þessum tíma væri 36 prósent af heildar vinnuframlagi bílstjóra. Daglegar póstsendingar, sem fela meðal annars í sér þjónustu við Barnavernd, þjónustumiðstöðvar borgarinnar og þjónustuverið á Höfðatorgi, voru 22 prósent af vinnuframlaginu. Innkaup, sendiferðir og tilfallandi boðsendingar fyrir skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu voru 12 prósent. Önnur verkefni bílstjóra eru 30 prósent af heildarvinnuframlaginu og þar ber helst að nefna vinnu við fundi borgarstjórnar.Taldi borgarstjóra geta gengið eða hjólað Á fundi borgarráðs í gær benti Kolbrún á að nú liggi aksturshluti borgarstjóra fyrir. Það séu einhverjar milljónir sem betur mætti nota í annað skynsamlegra að mati hennar. Sagði hún það vera sitt mat að góður bragur yrðir að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabílstjóra.Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinnar leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um í sínum einkabíl eða taka strætó,“ sagði Kolbrún í bókun sinni.Starfsmenn fái frið fyrir ágangi pólitíkusa Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sögðu þetta í fjóra sinn á þessu kjörtímabili, sem er nýhafið, að málefni bílstjóra séu í fundargerð borgarráðs. Bent var á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri með bílstjóra líkt og allir forverar hans í starfi. Munurinn nú sé sá að starfsskyldur bílstjóra séu að stórum hluta önnur verkefni. Áður fyrr voru tveir bílstjórar í fullu starfi á þremur bílum og þá hafði forseti borgarstjórnar einnig sérstakan bílstjóra en svo sé ekki lengur. „Það væri óskandi ef einstaka starfsfólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg.“Kolbrún Baldursdóttir hefur áður gert það að tillögu sinni að borgarfulltrúar sem og starfsfólk Ráðhúss borgarinnar fái frí bílastæði í borginni. Lagði Kolbrún það til að þetta yrði fjármagnað með því að leggja af þann sið að borgarstjóri hafi bílstjóra.
Tengdar fréttir Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi Flokkur fólksins vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa. 12. október 2018 10:11 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi Flokkur fólksins vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa. 12. október 2018 10:11