Dolce & Gabbana í krísustjórnun í Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 11:17 Domenico Dolce og Stefano Gabbana á góðri stund á tískupallinum í Mílanó á dögunum. Getty/Andreas Rentz Kínverskar netverslanir hafa hætt sölu á vörum Dolce & Gabbana. Tískurisinn hleypti illu blóði í Kínverja með auglýsingaherferð sinni, sem kínverskum neytendum og ráðamönnum þótti lítillækkandi. Stofnefndur fyrirtækisins sendu frá sér myndbandsyfirlýsingu í morgun til kínversku þjóðarinnar í von um að slökkva eldana sem skíðloga í einu stærsta markaðssvæði heims. Í umræddri auglýsingu mátti sjá fyrirsætu basla við það að borða margvíslegan ítalskan mat með prjónum. Má þar nefna pizzu og pasta en ætla má að auglýsingin hafi verið tilraun fyrirtækisins til að leiða saman matarmenningu þjóðanna, en Dolce & Gabbana er ítalskt að upplagi.Auglýsingin fór öfugt ofan í Kínverja sem fannst tískurisinn draga upp heldur einfalda staðalmynd af matarvenjum - og í raun menningu - kínversku þjóðarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að maðurinn sem las inn á auglýsinguna þótti dónalegur, allt að því karlrembulegur þegar hann veitti fyrirsætunni ráðleggingar. Til að bæta gráu ofan á svart var annar stofnanda fyrirtækisins, fatahönnuðurinn Stefano Gabbana, sakaður um að tala niður til Kínverja. Skjáskot af því sem virtist vera einkasamtal Gabbana við ónefndan viðtakanda á Instagram fór á mikið flug á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.Skjáskot af hinu meinta skítasamtali hafa fengið mikla dreifingu í Kína.Í samtalinu mátti sjá Gabbana líkja kínversku þjóðinni við illa lyktandi og heimska mafíu, áður en hann bætti svo um betur og notaði kúkatáknið alræmda til að lýsa ríkinu. Fyrirtækið segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á Instagram-reikning Gabbana, samtalið sé ekki til marks um raunverulegar skoðanir hönnuðarins á Kína. Mikil reiði braust út á Weibo sem leiddi meðal annars til þess að Dolce & Gabbana neyddist til að hætta við fyrirhugaða tískusýningu í Sjanghæ, auk þess sem þarlendar vefverslanir eru hættar að bjóða upp á vörur ítalska framleiðandans. Vendingarnar eru mikið reiðarslag fyrir Dolce & Gabbana því kínverskir neytendur kaupa um þriðjung allra hágæðatískuvara sem seldar eru í heiminum á ári hverju. Þar að auki segir í úttekt Reuters að Kínverjar séu í auknum mæli farnir að stunda fataverslun sína í heimabyggð, þ.e. síhækkandi hlutfall lúxus- og tískuvarakaupa þeirra fara fram á kínverskri grundu. Til þess að bjarga því sem bjargað verður ákváðu fyrrnefndur Stefano Gabbana og hinn stofnandi fyrirtækisins, Domenico Dolce, að senda frá sér afsökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar. Í 85 sekúndna löngu myndbandi segist þeir hafa skoðað sín mál vel og vandlega. Þeir séu gríðarlegar miður sín yfir því hvernig málin þróuðust. „Í ljósi þessa menningarlega misskilnings, þá vonum við að við getum öðlast fyrirgefningu ykkar,“ segir Dolce á ítölsku. Gabbana biðst einnig afsökunar. Myndbandinu lýkur svo með því að þeir félagar biðjast afsökunar á mandarín-kínversku. Afsökunarbeiðni þeirra má sjá hér að neðan.Dolce&Gabbana apologizes. pic.twitter.com/eVLoHylnq6— Dolce & Gabbana (@dolcegabbana) November 23, 2018 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverskar netverslanir hafa hætt sölu á vörum Dolce & Gabbana. Tískurisinn hleypti illu blóði í Kínverja með auglýsingaherferð sinni, sem kínverskum neytendum og ráðamönnum þótti lítillækkandi. Stofnefndur fyrirtækisins sendu frá sér myndbandsyfirlýsingu í morgun til kínversku þjóðarinnar í von um að slökkva eldana sem skíðloga í einu stærsta markaðssvæði heims. Í umræddri auglýsingu mátti sjá fyrirsætu basla við það að borða margvíslegan ítalskan mat með prjónum. Má þar nefna pizzu og pasta en ætla má að auglýsingin hafi verið tilraun fyrirtækisins til að leiða saman matarmenningu þjóðanna, en Dolce & Gabbana er ítalskt að upplagi.Auglýsingin fór öfugt ofan í Kínverja sem fannst tískurisinn draga upp heldur einfalda staðalmynd af matarvenjum - og í raun menningu - kínversku þjóðarinnar. Ekki bætti heldur úr skák að maðurinn sem las inn á auglýsinguna þótti dónalegur, allt að því karlrembulegur þegar hann veitti fyrirsætunni ráðleggingar. Til að bæta gráu ofan á svart var annar stofnanda fyrirtækisins, fatahönnuðurinn Stefano Gabbana, sakaður um að tala niður til Kínverja. Skjáskot af því sem virtist vera einkasamtal Gabbana við ónefndan viðtakanda á Instagram fór á mikið flug á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.Skjáskot af hinu meinta skítasamtali hafa fengið mikla dreifingu í Kína.Í samtalinu mátti sjá Gabbana líkja kínversku þjóðinni við illa lyktandi og heimska mafíu, áður en hann bætti svo um betur og notaði kúkatáknið alræmda til að lýsa ríkinu. Fyrirtækið segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á Instagram-reikning Gabbana, samtalið sé ekki til marks um raunverulegar skoðanir hönnuðarins á Kína. Mikil reiði braust út á Weibo sem leiddi meðal annars til þess að Dolce & Gabbana neyddist til að hætta við fyrirhugaða tískusýningu í Sjanghæ, auk þess sem þarlendar vefverslanir eru hættar að bjóða upp á vörur ítalska framleiðandans. Vendingarnar eru mikið reiðarslag fyrir Dolce & Gabbana því kínverskir neytendur kaupa um þriðjung allra hágæðatískuvara sem seldar eru í heiminum á ári hverju. Þar að auki segir í úttekt Reuters að Kínverjar séu í auknum mæli farnir að stunda fataverslun sína í heimabyggð, þ.e. síhækkandi hlutfall lúxus- og tískuvarakaupa þeirra fara fram á kínverskri grundu. Til þess að bjarga því sem bjargað verður ákváðu fyrrnefndur Stefano Gabbana og hinn stofnandi fyrirtækisins, Domenico Dolce, að senda frá sér afsökunarbeiðni til kínversku þjóðarinnar. Í 85 sekúndna löngu myndbandi segist þeir hafa skoðað sín mál vel og vandlega. Þeir séu gríðarlegar miður sín yfir því hvernig málin þróuðust. „Í ljósi þessa menningarlega misskilnings, þá vonum við að við getum öðlast fyrirgefningu ykkar,“ segir Dolce á ítölsku. Gabbana biðst einnig afsökunar. Myndbandinu lýkur svo með því að þeir félagar biðjast afsökunar á mandarín-kínversku. Afsökunarbeiðni þeirra má sjá hér að neðan.Dolce&Gabbana apologizes. pic.twitter.com/eVLoHylnq6— Dolce & Gabbana (@dolcegabbana) November 23, 2018
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira