Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Facebook lenti illa í Cambridge Analytica-hneykslinu. Nordicphotos/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, andvirði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, komið fyrir bandaríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsiaðgerðum gegn fyrirtæki Zuckerbergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Facebook hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analytica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica-málinu heldur grundvallarhugmyndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenningum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira