Amazon þegir um galla sem olli leka á netföngum kúnna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Netföng viðskiptavina láku út en Amazon vill lítið tjá sig um málið. Vill til dæmis ekki gefa upp á hve marga lekinn hafði áhrif. Nordicphotos/Getty Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira