Glöggir skipuleggjendur hvalaskoðunarferða sáu sér leik á borði og sigldu nærri hvalnum. Væntanlega hafa erlendu ferðamennirnir kunnað að meta návígið við hvalinn.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni og náði þessum flottu myndum af hnúfubaknum.
Hnúfubakur verður allt að 13-17 metra langur og 25-40 tonn að þyngd. Hans helsta sérkenni eru gríðarlöng bægsli sem geta orðið fimm til sex metra löng. Hvalir eru yfirleitt í kafi í fimm til sjö mínútur þótt dæmi sé um köfun í allt að hálftíma.






