Einelti hefur aukist á síðustu tólf árum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 08:00 Ársæll Arnarsson prófessor. Fjölþjóðleg rannsókn HBSC, um heilsu og lífskjör skólabarna, er ein sú umfangsmesta á sínu sviði og er unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Safnað er gögnum á fjögurra ára fresti frá nemendum í 6., 8., og 10. bekk í 48 löndum í Evrópu og Norður-Ameríku en rannsóknin var fyrst gerð árið 1982. Ísland varð þó ekki hluti af rannsókninni fyrr en Olweus-áætlunin var tekin í gildi hér á landi árið 1997. Sú áætlun hafði mikil áhrif á tíðni eineltis á Íslandi sem fór minnkandi. „Við megum ekki gleyma því að einelti er mjög sjaldgæft á Íslandi miðað við önnur lönd. Skólum landsins verður að þakka það sem þeir hafa gert í eineltismálum og margir unnið mjög gott starf. Auðvitað má þó alltaf gera betur og ekki hefur í öllum tilfellum tekist að leysa slík mál. Flestir skólar taka þessu þó mjög alvarlega,“ segir Ársæll M. Arnarsson, prófessor við félagsvísindadeild, sem fer fyrir rannsókninni á Íslandi ásamt Þóroddi Bjarnasyni. Ísland hefur verið meðal þeirra landa þar sem minnst er um einelti ef miðað er við önnur lönd. „En ef við lítum til síðustu 12 ára þá sjáum við hins vegar að tíðni eineltis hefur hægt og sígandi verið að aukast hér á landi. Það er erfitt að segja til um það hverjar ástæður þess eru en það verður þó ekki skýrt með auknu neteinelti því hefðbundið einelti hefur verið að aukast. Það kemur svo í ljós að það eru ekki endilega sömu krakkarnir sem eru að lenda í neteinelti og eru að lenda í hefðbundnu einelti.“ Samkvæmt skilgreiningu Dans Olweus, sálfræðiprófessors í Noregi sem hefur gjarnan verið kallaður guðfaðir eineltisrannsókna, felst einelti í því að nemandi verður fyrir síendurtekinni neikvæðri hegðun af hendi eins eða fleiri samnemenda sinna. Hegðunin er viljandi og veldur þolandanum vanlíðan og jafnvel áverkum. Hegðunin getur verið með beinum hætti, í formi líkamlegs eða andlegs ofbeldis en einnig getur hún verið með óbeinum hætti, eins og andlitstjáningu, illu umtali eða með því að skilja út undan eða hundsa. Í einelti felst einnig valdaójafnvægi þar sem þolandinn á í erfiðleikum með að verja sig og er því hjálparlaus gagnvart gerendum sínum. „Yngri börnin verða meira fyrir einelti en þeir sem eldri eru,“ segir Ársæll. „Við birtum nýlega rannsókn þar sem verið var að skoða hvaða áhrif einelti hefur á börn. Þar kemur fram að einelti hefur mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Börnum sem verða fyrir einelti líður miklu verr líkamlega og andlega, þau hafa lakari heilsu og gengur verr að einbeita sér, þau eru kvíðnari og þunglyndari og líklegri til þess að fá sjálfsvígshugsanir. Það er alveg klárt að þetta hefur mikil áhrif á þau strax á skólaaldri þegar þau lenda í einelti. Það þarf í raun engan prófessor til að segja manni það að þetta situr í fólki langt fram eftir aldri. Eflaust þekkja allir einhvern sem hefur hlotið langtímaskaða af því að verða fyrir einelti.“ Í rannsókn Ársæls kemur einnig fram að einelti hefur verri áhrif á einstakling sem er sá eini í bekknum sem verður fyrir einelti frekar en ef það eru fleiri í bekknum sem verða fyrir einelti. Ársæll segir að það sem skipti miklu máli í eineltismálum sé að foreldrar gerenda taki því alvarlega ef einelti kemur upp. „Það er eðlilegt að foreldrar fari í afneitun enda mikið áfall að heyra það að barnið manns sýni slíka hegðun. Einhverjir geta farið að réttlæta þetta með einhverjum hætti og geta hreinlega ekki séð það fyrir sér að barn þeirra geti sýnt af sér einhvern ótuktarskap. En það sem er mikilvægt í þessu er að rannsóknir hafa sýnt fram á það að gerendur eru líka í áhættuhópi fyrir sálræna erfiðleika á lífsleiðinni, líkt og þolendur, en á öðruvísi hátt.“ Gerendur eru líklegri til þess að sýna af sér ofbeldishegðun gagnvart öðrum á fullorðinsaldri, hvort sem það eru börn þeirra eða gagnvart öðrum á heimilinu. Einnig eru gerendur líklegri til að fá refsidóma einhvern tímann á lífsleiðinni og líklegri til að vera með sjálfsvígshugsanir. Þeir aðlagast verr félagslega, hafa lakari stjórn á tilfinningum sínum, sýna einbeitingarskort og þjást af þunglyndi. Rannsókn Olweus frá 1989 sýndi fram á að 60% drengja sem lögðu aðra í einelti í 6. til 9. bekk höfðu hlotið að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 24 ára aldur. „Það að barn sýni svona hegðun er í mörgum tilfellum saklaust, við gerum öll mistök og særum aðra. En við þurfum hins vegar að bregðast við og setja börnum skýr mörk um það hvernig á að umgangast annað fólk. Við þekkjum líka fólk á fullorðinsaldri sem leggur aðra í einelti, er ekki líklegt að sama fólkið hafi lagt aðra í einelti í grunnskóla? Hegðunarmynstur sem virkar fyrir einstakling til þess að ná vilja sínum fram er ólíklegt að taki breytingum eftir því sem líður, ef viðkomandi kemst upp með það,“ segir Ársæll að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Fjölþjóðleg rannsókn HBSC, um heilsu og lífskjör skólabarna, er ein sú umfangsmesta á sínu sviði og er unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Safnað er gögnum á fjögurra ára fresti frá nemendum í 6., 8., og 10. bekk í 48 löndum í Evrópu og Norður-Ameríku en rannsóknin var fyrst gerð árið 1982. Ísland varð þó ekki hluti af rannsókninni fyrr en Olweus-áætlunin var tekin í gildi hér á landi árið 1997. Sú áætlun hafði mikil áhrif á tíðni eineltis á Íslandi sem fór minnkandi. „Við megum ekki gleyma því að einelti er mjög sjaldgæft á Íslandi miðað við önnur lönd. Skólum landsins verður að þakka það sem þeir hafa gert í eineltismálum og margir unnið mjög gott starf. Auðvitað má þó alltaf gera betur og ekki hefur í öllum tilfellum tekist að leysa slík mál. Flestir skólar taka þessu þó mjög alvarlega,“ segir Ársæll M. Arnarsson, prófessor við félagsvísindadeild, sem fer fyrir rannsókninni á Íslandi ásamt Þóroddi Bjarnasyni. Ísland hefur verið meðal þeirra landa þar sem minnst er um einelti ef miðað er við önnur lönd. „En ef við lítum til síðustu 12 ára þá sjáum við hins vegar að tíðni eineltis hefur hægt og sígandi verið að aukast hér á landi. Það er erfitt að segja til um það hverjar ástæður þess eru en það verður þó ekki skýrt með auknu neteinelti því hefðbundið einelti hefur verið að aukast. Það kemur svo í ljós að það eru ekki endilega sömu krakkarnir sem eru að lenda í neteinelti og eru að lenda í hefðbundnu einelti.“ Samkvæmt skilgreiningu Dans Olweus, sálfræðiprófessors í Noregi sem hefur gjarnan verið kallaður guðfaðir eineltisrannsókna, felst einelti í því að nemandi verður fyrir síendurtekinni neikvæðri hegðun af hendi eins eða fleiri samnemenda sinna. Hegðunin er viljandi og veldur þolandanum vanlíðan og jafnvel áverkum. Hegðunin getur verið með beinum hætti, í formi líkamlegs eða andlegs ofbeldis en einnig getur hún verið með óbeinum hætti, eins og andlitstjáningu, illu umtali eða með því að skilja út undan eða hundsa. Í einelti felst einnig valdaójafnvægi þar sem þolandinn á í erfiðleikum með að verja sig og er því hjálparlaus gagnvart gerendum sínum. „Yngri börnin verða meira fyrir einelti en þeir sem eldri eru,“ segir Ársæll. „Við birtum nýlega rannsókn þar sem verið var að skoða hvaða áhrif einelti hefur á börn. Þar kemur fram að einelti hefur mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Börnum sem verða fyrir einelti líður miklu verr líkamlega og andlega, þau hafa lakari heilsu og gengur verr að einbeita sér, þau eru kvíðnari og þunglyndari og líklegri til þess að fá sjálfsvígshugsanir. Það er alveg klárt að þetta hefur mikil áhrif á þau strax á skólaaldri þegar þau lenda í einelti. Það þarf í raun engan prófessor til að segja manni það að þetta situr í fólki langt fram eftir aldri. Eflaust þekkja allir einhvern sem hefur hlotið langtímaskaða af því að verða fyrir einelti.“ Í rannsókn Ársæls kemur einnig fram að einelti hefur verri áhrif á einstakling sem er sá eini í bekknum sem verður fyrir einelti frekar en ef það eru fleiri í bekknum sem verða fyrir einelti. Ársæll segir að það sem skipti miklu máli í eineltismálum sé að foreldrar gerenda taki því alvarlega ef einelti kemur upp. „Það er eðlilegt að foreldrar fari í afneitun enda mikið áfall að heyra það að barnið manns sýni slíka hegðun. Einhverjir geta farið að réttlæta þetta með einhverjum hætti og geta hreinlega ekki séð það fyrir sér að barn þeirra geti sýnt af sér einhvern ótuktarskap. En það sem er mikilvægt í þessu er að rannsóknir hafa sýnt fram á það að gerendur eru líka í áhættuhópi fyrir sálræna erfiðleika á lífsleiðinni, líkt og þolendur, en á öðruvísi hátt.“ Gerendur eru líklegri til þess að sýna af sér ofbeldishegðun gagnvart öðrum á fullorðinsaldri, hvort sem það eru börn þeirra eða gagnvart öðrum á heimilinu. Einnig eru gerendur líklegri til að fá refsidóma einhvern tímann á lífsleiðinni og líklegri til að vera með sjálfsvígshugsanir. Þeir aðlagast verr félagslega, hafa lakari stjórn á tilfinningum sínum, sýna einbeitingarskort og þjást af þunglyndi. Rannsókn Olweus frá 1989 sýndi fram á að 60% drengja sem lögðu aðra í einelti í 6. til 9. bekk höfðu hlotið að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 24 ára aldur. „Það að barn sýni svona hegðun er í mörgum tilfellum saklaust, við gerum öll mistök og særum aðra. En við þurfum hins vegar að bregðast við og setja börnum skýr mörk um það hvernig á að umgangast annað fólk. Við þekkjum líka fólk á fullorðinsaldri sem leggur aðra í einelti, er ekki líklegt að sama fólkið hafi lagt aðra í einelti í grunnskóla? Hegðunarmynstur sem virkar fyrir einstakling til þess að ná vilja sínum fram er ólíklegt að taki breytingum eftir því sem líður, ef viðkomandi kemst upp með það,“ segir Ársæll að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira