Karlsvæðisstjórar mega hafa hærri laun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 08:15 Starf svæðisstjóra er ekki það sama og starf svæðisstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hafnaði í nýbirtum úrskurði sínum að það bryti í bága við jafnréttislög að greiða hjúkrunarfræðimenntuðum svæðisstjórum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lægri laun en svæðisstjórum með læknisfræðimenntun. Í þokkabót úrskurðaði nefndin að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) bæri að greiða 250 þúsund krónur í málskostnað þar sem kæran hefði verið „tilefnislaus“. Málið á sér nokkra forsögu. Árið 2015 var gerð skipulagsbreyting hjá heilsugæslunni þar sem störf yfirhjúkrunarfræðinga og yfirlækna voru lögð niður. Þess í stað voru stofnuð störf fagstjóra hjúkrunar annars vegar og lækninga hins vegar. Á hverja stöð var ráðinn svæðisstjóri sem annaðhvort var hjúkrunarfræðingur eða læknir. Svæðisstjóri var jafnframt fagstjóri síns sviðs. Á þeim stöðvum þar sem svæðisstjóri var fagstjóri lækninga var þessu næst ráðinn fagstjóri hjúkrunar og öfugt. Svæðisstjórarnir eru alls fimmtán. Sjö eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar en átta eru læknar að mennt, þrír karlar og fimm konur. Árið 2016 leituðu fimm hjúkrunarfræðimenntaðir svæðisstjórar til FÍH þar sem laun þeirra voru lægri en karlkyns kollega þeirra. Málið fyrir nefndinni nú snerist um það hvort það stæðist jafnréttislög. Í málsrökum heilsugæslunnar kom fram að launamuninn mætti rekja til þess að svæðisstjórar væru ýmist fagstjórar lækninga eða hjúkrunar. Þar myndaðist launamismunurinn þar sem fagstjórar lækninga fengju hærri laun en fagstjórar hjúkrunar. Þann mun mætti síðan rekja til lengri menntunar lækna, klínísk störf þeirra væru umfangsmeiri en hjúkrunarfræðinganna og þeir væru að auki ábyrgir fyrir færslu og varðveislu sjúkraskrár. FÍH taldi á móti að starf svæðisstjóra væri eitt og sama starfið óháð því hvort svæðisstjóri væri hjúkrunarfræðingur eða læknir. Starfið væri stjórnunarstarf í eðli sínu og bæri starfslýsing svæðisstjóra þess glögg merki. Ekki væri því réttlætanlegt að greiða mishá laun fyrir sama starf eftir því hvaða menntun svæðisstjóri hefur. Að mati kærunefndarinnar færði heilsugæslan málefnaleg rök fyrir launamuninum. Hann mætti rekja til þeirra starfa sem hjúkrunarfræðingar og læknar sinna og kjarasamninga við hlutaðeigandi stéttarfélög. Þá benti nefndin á að kvenkyns svæðisstjórarnir, sem jafnframt voru læknar, væru á hærri launum en karlkyns kollegar þeirra. Í ljósi þess að FÍH skautaði alfarið framhjá því í málatilbúnaði sínum, þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um laun hlutaðeigandi í sínum fórum, varð til þess að nefndin taldi málið tilefnislaust með öllu og felldi málskostnað á félagið. „Það sem kærunefndin horfir til er að þar sem það eru svæðisstjórar sem eru samtímis konur og læknar þá sé þetta ekki launamunur á grundvelli kynferðis. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Gunnar Helgason, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs FÍH. Aðspurður segir Gunnar að launamunurinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Það að fara með málið fyrir kærunefndina hafi verið þrautaleið. Áður hafi félagið reynt að ræða við heilsugæsluna en ekki verið virt svars. „Staðan sem var auglýst var stjórnandastaða en nefndin og heilsugæslan virðast telja það svo að þú sért fyrst læknir eða hjúkrunarfræðingur og síðan stjórnandi. Mér finnst það eiginlega ekki ganga upp. Starfið var auglýst sem stjórnunarstarf og af félagsmönnum okkar má ráða að það sé stærsti hluti starfsins,“ segir Gunnar. „Við vísum því á bug að kæran hafi verið tilefnislaus og munum kæra þann hluta málsins til héraðsdóms. Hvað úrskurðinn í heild varðar þá erum við að skoða réttarstöðu okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent