Viðhorf og veruleiki Líf Magneudóttir skrifar 20. nóvember 2018 14:09 Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Okkur berast í sífellu fréttir af ýmiss konar mengun í umhverfi okkar og dýrum sem hafa drepist vegna plastsmengunar. Þegar dýrin eru krufin má finna alls kyns rusl sem þau hafa gleypt, plastpoka, plasttappa og aðrir plasthluti. Ástandið hefur stigmagnast undanfarna áratugi í takt við framleiðslu plasts og einnota umbúða. Talið er að það séu þrjú tonn af plasti í sjónum á móti einu tonni af fiski. Nú síðast hafa rannsóknir beinst að örplastinu sem virðist vera komið í neysluvatn víðs vegar. Þó ekki á Íslandi sem betur fer. En það þýðir ekkert að anda léttar yfir því. Við þurfum að bregðast strax við vandanum sem við stöndum frammi fyrir og hluti hans er óþarflega mikil framleiðsla á plasti og einnota umbúðum að ég tali ekki um allan þann óþarfa sem er framleiddur og seldur fólki sem lífsnauðsynjar. Hér þarf viðhorfsbreytingu og ekki seinna en í gær. Sem betur fer erum við sífellt að verða meðvitaðri um að neysla okkar og hegðun getur ekki gengið svona áfram. Mörg okkar eru mjög meðvituð um sótspor okkar og sífellt fleiri axla ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum með því að breyta neysluhegðun sinni og umgengni við náttúruna og umhverfi sitt. Viðhorfið er til alls fyrst og væntumþykja okkar á náttúrunni og löngunin til að búa í heilnæmu og ómenguðu samfélagi er oft drifkraftur þeirra sem vilja lifa grænu lífi. Við þurfum hins vegar öll að gera okkar besta því mengun þekkir engin landamæri og ferðast frjáls og óheft ef við komum ekki böndum á hana. Í síðustu viku skapaðist talsverð umræða um plastpoka og notkun þeirra. Einhverjir gætu hafa dregið þá ályktun af umræðunni að það væri mun umhverfisvænna að nota einnota plastpoka frekar en taupoka. Að við ættum að vera áhyggjulaus í öllu okkar plastumhverfi og jafnvel halda áfram viðteknum venjum. Við þessu vil ég bregðast. Ef við höldum áfram á sömu braut verður okkur ekkert ágengt í umhverfismálum. Umhverfi okkar fyllist af rusli sem hefur óafturkræf áhrif á lífríkið og náttúruna. Þótt plastmálin séu eitt brot af mikið stærri mynd þá skiptir viðhorf okkar til þeirra miklu máli. Við getum ekki litið framhjá því að plastpokar eru meinsemd í umhverfi okkar og betra væri ef við gætum notað önnur og umhverfisvæn efni í okkar daglega amstri. Þetta eru staðreyndir málsins. Ég vil ekki eiga þrítugasta plastpokann sem endar í maga hvals og dregur hann til dauða á ströndinni í Björgvin. Ég vil ekki eiga kóktappann sem ferðast í sjónum og endar í koki sjávarfugls. Ég vil heldur ekki að næsta uppskera mín af kartöflum sé menguð örplasti sem endar í mér og börnunum mínum með ófyrirséðum afleiðingum til lengri tíma. Ég held það sé kominn tími á að við skoðum öll okkar sótspor, að við breytum neysluhegðun okkar og líferni og við lærum að bera virðingu fyrir lífríki og umhverfi okkar. Við þurfum að vera samábyrg í þessum stóra heimi og sú samábyrgð byrjar oftast hjá okkur sjálfum. Mér finnst óábyrgt að málsmetandi menn í samfélaginu ýti þeim vanda sem að okkur steðjar, t.d. í formi plastpokaframleiðslu og notkun þeirra, á undan sér og telji ekki áríðandi að Ísland verði að mestu plastslaust og plastpokalaust. Ég vona að viðhorf annarra í þeim efnum sé uppbyggilegra og ábyrgara. Höfundur er formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnarmaður í Sorpu.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun