Einn besti leikur í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:30 Leikmenn Rams fagna eftir að Marcus Peters, fyrrum leikmaður Kansas, hafði stolið boltanum undir lok leiksins. vísir/getty Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu. NFL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu.
NFL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira