Massabreyting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Kílógrammið, grunneining alþjóðlega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg. Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt fer að óskum. Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarðbundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri hvelfingu í París. Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kílógrammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plankfastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfastanum margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm. Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins. Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí. Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í lofttæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjaframleiðslu og í smíði nýrra vísindatóla. Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega einingakerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvallast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfirvalda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhaggaður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet sagði eitt sinn. Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar einingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mannskepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel lygum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Kílógrammið, grunneining alþjóðlega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg. Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt fer að óskum. Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarðbundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri hvelfingu í París. Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kílógrammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega einingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plankfastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfastanum margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm. Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins. Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí. Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í lofttæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjaframleiðslu og í smíði nýrra vísindatóla. Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega einingakerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvallast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfirvalda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhaggaður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet sagði eitt sinn. Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar einingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mannskepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel lygum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun