Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki skulda neinum neitt vegna Geirs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 12:29 Bjarni Benediktsson í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn skuldi engum neitt vegna skipunar Geirs H. Haarde í embætti sendiherra. Hann segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. „Hvað getur maður sagt. Þeir sem í hlut eiga hafa beðist afsökunar og ég held það sjái allir þetta með svipuðum augum og þetta er bara leiðindaatvik,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu aðspurður um hvernig máli horfi við honum. Um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar um þess efnis að Gunnar Bragi eigi inni einhverskonar greiða hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann hafi skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í sinni utanríkisráðherratíð segir Bjarni að ekkert sé til í þeim. „Nei, það er ekki rétt upplegg. En það er hins vegar þannig að ég hefði alltaf, hvar sem er við hvern sem er og ávallt mælt með því að Geir Haarde yrði sendiherra. Það gerði ég líka við Gunnar Braga á sínum tíma og enginn óeðlilegur þrýstingur í því. Geir hefur staðið sig frábærlega og er enn sendiherra, mjög vel að því kominn og ekkert óeðlilegt í því samhengi,“ segir Bjarni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra.„Hvernig Gunnar Bragi hefur svo túlkað þá atburðarrás það er bara eitthvað sem hann verður að svara fyrir. En það er eitt víst að Sjálfstæðisflokkurinn skuldar engum neitt út af þeirri skipan sem þar átti sér stað.“Allir verði að vinna að því að byggja upp traust Aðspurður um það orðbragð sem hafi verið viðhaft um konur, samkynhneigða og minnihlutahópa segir hann það algjörlega óboðlegt. „Maður er bara sleginn eins og aðrir yfir því að svona sé talað um fólk sem er verið að umgangast alla daga. Auðvitað er það þannig í þinginu eins og víða annars staðar í samfélaginu að það verða allir að leggja á sig til að byggja upp eitthvað traust til að hægt sé að tala saman.“ Hann segir að enginn einn flokkur sé með meirihluta á Alþingi og að þingmenn verði að ná saman um hluti og hafi skyldu til að vinna málefnalega að lausn ýmissa flókinna viðfangsefna fyrir samfélagið í heild. „Þetta er svo sannarlega ekki til þess fallið að auka líkur á því til að menn geti byggt upp slíkan starfsanda sem er mikilvægur á þinginu. Jafnvel þótt menn hafi ólíkar skoðanir á hlutum þá verða að gilda ákveðnar lágmarks umgengnisreglur og ákveðin virðing gagnvart hvert öðru til að hlutirnir gangi upp.“Vill ekkert segja um stöðu sexmenninganna Hann segist hafa átt í samskiptum við Gunnar Braga í skeytasendingum í síma í fyrrakvöld og telur að sú afsökunarbeiðni sé nægjanleg varðandi hann. „Hann hefur bara sagt að hann hafi farið rangt með og ég ætla ekkert að láta draga mig út í umræðu sem hann var að segja þar og snertir okkar samskipti. En hann hefur lýst því yfir að þar sé rangt með farið og svo framvegis. En hann þarf auðvitað fyrst og fremst að tala við aðra en mig varðandi það sem þarna gerist.“ Hann vill jafnframt ekkert segja um hvort þingmennirnir sem sátu að sumbli 20. nóvember ættu að segja af sér og segir það ekki fara vel á því að þingmenn lýsi skoðunum sínum á því hvað aðrir þingmenn eigi að gera varðandi stöðu sína. Nú er þarna talað með mjög grófum hætti um menntamálaráðherra, samstarfsráðherra þinn í ríkisstjórn. Finnst þér ekki að henni vegið með því orðalagi sem þar er notað? „Jú mér finnst það. Eins og ég segi, þetta meira og minna er á sömu bókina lært. Þetta er bara algjörlega óboðleg orðræða sem þarna á sér stað.“Viðtal Heimis Más Péturssonar við Bjarna Benediktsson má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Klippa: Bjarni Benediktsson um Klaustursupptökurnar Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn skuldi engum neitt vegna skipunar Geirs H. Haarde í embætti sendiherra. Hann segir orðræðu þingmanna á Klaustur Bar algjörlega óboðlega. „Hvað getur maður sagt. Þeir sem í hlut eiga hafa beðist afsökunar og ég held það sjái allir þetta með svipuðum augum og þetta er bara leiðindaatvik,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu aðspurður um hvernig máli horfi við honum. Um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar um þess efnis að Gunnar Bragi eigi inni einhverskonar greiða hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann hafi skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í sinni utanríkisráðherratíð segir Bjarni að ekkert sé til í þeim. „Nei, það er ekki rétt upplegg. En það er hins vegar þannig að ég hefði alltaf, hvar sem er við hvern sem er og ávallt mælt með því að Geir Haarde yrði sendiherra. Það gerði ég líka við Gunnar Braga á sínum tíma og enginn óeðlilegur þrýstingur í því. Geir hefur staðið sig frábærlega og er enn sendiherra, mjög vel að því kominn og ekkert óeðlilegt í því samhengi,“ segir Bjarni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra.„Hvernig Gunnar Bragi hefur svo túlkað þá atburðarrás það er bara eitthvað sem hann verður að svara fyrir. En það er eitt víst að Sjálfstæðisflokkurinn skuldar engum neitt út af þeirri skipan sem þar átti sér stað.“Allir verði að vinna að því að byggja upp traust Aðspurður um það orðbragð sem hafi verið viðhaft um konur, samkynhneigða og minnihlutahópa segir hann það algjörlega óboðlegt. „Maður er bara sleginn eins og aðrir yfir því að svona sé talað um fólk sem er verið að umgangast alla daga. Auðvitað er það þannig í þinginu eins og víða annars staðar í samfélaginu að það verða allir að leggja á sig til að byggja upp eitthvað traust til að hægt sé að tala saman.“ Hann segir að enginn einn flokkur sé með meirihluta á Alþingi og að þingmenn verði að ná saman um hluti og hafi skyldu til að vinna málefnalega að lausn ýmissa flókinna viðfangsefna fyrir samfélagið í heild. „Þetta er svo sannarlega ekki til þess fallið að auka líkur á því til að menn geti byggt upp slíkan starfsanda sem er mikilvægur á þinginu. Jafnvel þótt menn hafi ólíkar skoðanir á hlutum þá verða að gilda ákveðnar lágmarks umgengnisreglur og ákveðin virðing gagnvart hvert öðru til að hlutirnir gangi upp.“Vill ekkert segja um stöðu sexmenninganna Hann segist hafa átt í samskiptum við Gunnar Braga í skeytasendingum í síma í fyrrakvöld og telur að sú afsökunarbeiðni sé nægjanleg varðandi hann. „Hann hefur bara sagt að hann hafi farið rangt með og ég ætla ekkert að láta draga mig út í umræðu sem hann var að segja þar og snertir okkar samskipti. En hann hefur lýst því yfir að þar sé rangt með farið og svo framvegis. En hann þarf auðvitað fyrst og fremst að tala við aðra en mig varðandi það sem þarna gerist.“ Hann vill jafnframt ekkert segja um hvort þingmennirnir sem sátu að sumbli 20. nóvember ættu að segja af sér og segir það ekki fara vel á því að þingmenn lýsi skoðunum sínum á því hvað aðrir þingmenn eigi að gera varðandi stöðu sína. Nú er þarna talað með mjög grófum hætti um menntamálaráðherra, samstarfsráðherra þinn í ríkisstjórn. Finnst þér ekki að henni vegið með því orðalagi sem þar er notað? „Jú mér finnst það. Eins og ég segi, þetta meira og minna er á sömu bókina lært. Þetta er bara algjörlega óboðleg orðræða sem þarna á sér stað.“Viðtal Heimis Más Péturssonar við Bjarna Benediktsson má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Klippa: Bjarni Benediktsson um Klaustursupptökurnar
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent