Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira