Sverrir: Ég er mjög ánægður með sigurinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. desember 2018 21:29 Sverrir var kampakátur í leikslok vísir/ernir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum. Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum.
Dominos-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti