Trump úthúðar fyrrum utanríkisráðherra á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. desember 2018 22:11 Trump og Tillerson þegar allt lék í lyndi. Chris Kleponis-Pool/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Trump lét Tillerson, sem var forstjóri olíu- og gasfyrirtækisins ExxonMobil þar til hann tók sæti sem utanríkisráðherra snemma ársins 2017, víkja sæti úr ríkisstjórninni í lok mars á þessu ári. Við embættinu tók Mike Pompeo, sem var forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Í tístinu sem um ræðir segir Trump að Pompeo sé að standa sig frábærlega í starfi og segist stoltur af honum. Aðra sögu sé að segja um Tillerson. „[Tillerson] hafði ekki þá vitsmunalegu getu sem til þurfti. Hann var grjótheimskur og ég átti að losa mig við hann fyrr. Hann var fáránlega latur,“ er meðal þess sem segir í tísti frá Trump. Hann bætir svo við að nú horfi allt öðru vísi við í utanríkismálum Bandaríkjanna.Mike Pompeo is doing a great job, I am very proud of him. His predecessor, Rex Tillerson, didn’t have the mental capacity needed. He was dumb as a rock and I couldn’t get rid of him fast enough. He was lazy as hell. Now it is a whole new ballgame, great spirit at State! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 7, 2018 Ætla má að tístið séu viðbrögð Trump við viðtali við CBS sem birtist í gærkvöldi en þar sagði Tillerson forsetann vera agalausan. Þá sakaði hann Trump um að vilja ekki lesa undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og sagði hann forsetann ekki vilja kynna sér málefni ítarlega. Þá sagði hann forsetann einnig hafa reynt að framkvæma „ólöglega hluti,“ eins og Tillerson orðaði það sjálfur. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Viðtalið má sjá hér að neðan.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. Trump lét Tillerson, sem var forstjóri olíu- og gasfyrirtækisins ExxonMobil þar til hann tók sæti sem utanríkisráðherra snemma ársins 2017, víkja sæti úr ríkisstjórninni í lok mars á þessu ári. Við embættinu tók Mike Pompeo, sem var forstjóri leyniþjónustunnar CIA. Í tístinu sem um ræðir segir Trump að Pompeo sé að standa sig frábærlega í starfi og segist stoltur af honum. Aðra sögu sé að segja um Tillerson. „[Tillerson] hafði ekki þá vitsmunalegu getu sem til þurfti. Hann var grjótheimskur og ég átti að losa mig við hann fyrr. Hann var fáránlega latur,“ er meðal þess sem segir í tísti frá Trump. Hann bætir svo við að nú horfi allt öðru vísi við í utanríkismálum Bandaríkjanna.Mike Pompeo is doing a great job, I am very proud of him. His predecessor, Rex Tillerson, didn’t have the mental capacity needed. He was dumb as a rock and I couldn’t get rid of him fast enough. He was lazy as hell. Now it is a whole new ballgame, great spirit at State! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 7, 2018 Ætla má að tístið séu viðbrögð Trump við viðtali við CBS sem birtist í gærkvöldi en þar sagði Tillerson forsetann vera agalausan. Þá sakaði hann Trump um að vilja ekki lesa undirbúningsgögn sem væru skrifuð fyrir hann og sagði hann forsetann ekki vilja kynna sér málefni ítarlega. Þá sagði hann forsetann einnig hafa reynt að framkvæma „ólöglega hluti,“ eins og Tillerson orðaði það sjálfur. „Forsetinn sagði oft: Hér er það sem ég vil gera og ég vil gera það svona. Ég sagði þá við hann: Herra forseti, ég skil hvað þú vilt gera en þú getur ekki gert það svona. Það er ólöglegt,“ sagði Tillerson á fjáröflun í gær. Við það yrði Trump pirraður út í Tillerson. Hann sagðist þá hafa sagt Trump að þeir gætu tekið slaginn á þingi og fengið lögunum breytt. Það væri ekkert að því og ef forsetinn vildi það myndi hann reyna. Viðtalið má sjá hér að neðan.WATCH: Former Secretary of State Rex Tillerson is speaking publicly about what led to his firing in March by President Trump. CBS News political contributor @bobschieffer interviewed Tillerson in Houston last night, at a dinner to benefit MD Anderson Cancer Center. pic.twitter.com/47qDqcsrMs — CBS This Morning (@CBSThisMorning) December 7, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira