Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 82-117 | Brynjar með 48 stig gegn Blikum Axel Örn Sæmundsson í Smáranum í Kópavogi skrifar 9. desember 2018 22:00 vísir/daníel þór Hér í kvöld mættust lið Breiðabliks og Tindastóls í 9.umferð Dominos deildar karla. Blikarnir voru fyrir leik í neðsta sæti deildarinnar á meðan að Tindastóll sat í því efsta. Var því vitað fyrir leik að Blikarnir þyrftu að hitta á frábæran leik til að vinna hér í kvöld. Fyrstu mínútur leiksins voru jafnar en Stólarnir voru ekki lengi að stinga af þar sem þeir hittu gríðarlega vel og náðu að búa sér til hugguega forystu eftir fyrsta leikhluta 18-33. Blikarnir litu frekar ráðalausir út og áttu erfitt með að klára sóknirnar sínar. Nákvæmlega það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta. Blikarnir lentu í veseni með þrusu vörn Tindastóls og voru að tapa boltanum of mikið. Það sem hjálpaði Blikunum ekki neitt var frammistaða Brynjars Þórs Björnssonar. Brynjar var í hálfleik með 33 stig og var gjörsamlega á eldi. Leiddi sóknarleik gestanna vel og var að setja skotin sín niður.Staðan í hálfleik 28-57 Tindastól í vil. Tindastóll hélt áfram að keyra á Blikana. Vörnin hélt vel og voru Stólarnir að þvinga Bliakana í erfið skot og erfiðar stöður, Blikarnir voru hinsvegar að skjóta mjög illa en það lagaðist aðeins í þriðja leikhlutanum. Maður fann á ákveðnum tímapunkti í þriðja leikhluta þegar það leit út fyrir að öll orka Blikana hefði verið slegin úr þeim. Vonleysið var algjört. Fjórði leikhluti einkenndist ekki af beint glæsilegum körfubolta en bæði lið skoruðu yfir 30 stig sem voru mörg hver „rusla“ stig, mikið af hraðaupphlaupum en líka margt um fína þrista þannig þetta var nú ekki alslæmt. Hins vegar gerðist hið magnaða afrek hjá Brynjari Þór Björnssyni í fjórða leikhluta þegar hann setti nýtt Íslandsmet yfir hitt þriggja stiga skot en hann setti alls 16 í leiknum! Stórkostlegt afrek sem við óskum Brynjari til hamingju með. Af hverju vann Tindastóll? Hittu mikið betur og spiluðu geggjaða vörn í leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Blikarnir spiluðu svæðisvörn allan leikinn sem gaf skyttum Stólana mikinn tíma og mikið pláss til að spila sinn leik og negla niður þristum. Stólarnir voru hreinlega einu númeri of stórir fyrir Blikana hér í kvöld. Hverjir stóðu uppúr? Brynjar Þór Björnsson átti hreint út sagt geggjaðan leik hér í kvöld. Var að negla niður þristum hægri vinstri og stýrði sóknarleik Tindastóls eins og herforingi. Endar leikinn með 48 stig, 15 þristar, ótrúleg frammistaða. Hvað gekk illa? Allt gekk illa hjá Blikum. Voru að tapa boltanum of mikið og tapa honum mjög klaufalega. Skotnýting þeirra í þessum leik var heldur ekki upp á marga fiska. Eins leiðilegt og er að segja það þá voru voða fáir ljósir punktar hjá Blikum í kvöld. Hvað gerist næst? Blikarnir spila næst á móti Njarðvík í Reykjanesbæ á meðan að Tindastóll fer Skallagrím í heimsókn. Breiðablik - Tindastóll 82-117 (18-33, 10-24, 23-30, 31-30)Breiðablik: Jure Gunjina 18 stig/13 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 17, Christian Covile 10 stig/7 fráköst, Arnór Hermannsson 10, Snorri Vignisson 10, Hilmar Pétursson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Árni Elmar Hrafnsson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Hafþór Sigurðarson 1 Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 48, Danero Thomas 20,Philip Alawoya 19 stig/11 fráköst,Hannes Ingi Másson 9,Helgi Freyr Margeirsson 6, Ragnar Ágústsson 5,Pétur Rúnar Birgisson 4/13 stoðsendingar, Friðrik Þór Stefánsson 4, Dino Butorac 2 Israel Martin: Við tókum þessum leik mjög alvarlega. „Við tókum þessum leik mjög alvarlega og töluðum um það fyrir leik að við höfðum þrjár vikur til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og við ætluðum bara að gefa allt í þetta“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir sigur í kvöld gegn Breiðablik. „Breiðablik spila á háu tempói og hafa engu að tapa þannig að við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram hér í kvöld og strákarnir voru mjög einbeittir og ákveðnir sem gerir mig mjög ánægðan.“ Allt liðið var að gefa framlag hér í kvöld og var Israel mjög ánægður með það og náði að dreifa mínútum vel. „Ég náði að spila leikmönnum hér í kvöld sem hafa ekki verið að spila mikið og það er mjög mikilvægt því þetta er langt tímabil og við gætum þurft á öllum leikmönnum að halda og því mikilvægt að þeir séu í leikformi og fái að spila líkt og þeir gerðu í kvöld.“ Brynjar spilaði stórkostlega hér í kvöld og var hann spurður út í frammistöðu hans og sagði þá „Ég er ekki þannig gerður að ég einbeiti mér bara að einum leikmanni, allt liðið spilaði frábærlega hérna í kvöld og jú hjálpaði Brynjari að eiga þennan leik sem hann átti hérna í kvöld en hann hefði ekki getað það án liðsins“ Næsti leikur Tindastóls er gegn Skallagrím og hafði Israel þetta um Skallagríms liðið að segja „Skallagrímur eru hörku lið og við þurfum að mæta vel gíraðir inn í þann leik. Þeir eru stórir og sterkir og einstaklega öflugir þegar kemur að fráköstum svo við verðum að vera tilbúnir í þann slag“ Pétur Ingvarsson: Þetta er bara dropi í taphafið „Það er lítið hægt að segja eftir svona frammistöðu en þetta er bara dropi í taphafið hjá okkur svo á endanum þá skiptir þetta kannski ekki miklu máli“ sagði hundfúll Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn Tindastól hér í kvöld. Blikarnir spiluðu svæðisvörn allan leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að skyttur Stólanna fengu mikið pláss til að skjóta og athafna sig. „Við spilum svæðisvörn í þessum leik og það gefur leikmönnum á þeirra kalíberi að vera góðir, en ef þeir væru ekki góðir þá hefðu þeir þurft að hafa meiri áhyggjur af okkur og hvað við værum að gera. Við erum að reyna að vinna í ákveðnum hlutum og þetta er bara upphafið af því.“ Aðspurður hvort honum hefði aldrei dottið í hug að skipta úr svæðisvörn þar sem að hún virtist ekkert vera að ganga sagði Pétur. „Þó þeir hafi hitt vel þá var sóknin kannski aðalvandamálið hjá okkur ég gat ekki breytt neinu þar. En varnarlega er þetta það sem við ætlum að spila svona héðan í frá og við þurfum þá bara að vinna betur í því og laga það.“ Næsti leikur Blikanna er gegn Njarðvík en þeir eru með mikið af skyttum líka og var Pétur spurður hvort hann ætli að halda sama skipulagi þar „Við ætlum að spila þennan varnarleik og þurfum að lagfæra hann og það gerist ekki bara á einu landsleikjahléi“ Brynjar Þór: Stórkostleg tilfinning „Það er bara stórkostleg tilfinning að slá met og er ég mjög þakklátur Israel að hleypa mér aftur inná og leyft mér að ná metinu“ sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls eftir leik í kvöld. Brynjar setti niður 16 þriggja stiga körfur í leiknum og endaði með 48 stig. En þetta er nýtt Íslandsmet í hittum þriggja stiga körfum. „Mér fannst mjög skrýtið að Breiðablik hefði spilað svæði allan leikinn, við erum með það góðar skyttur að ég tek því bara sem ákveðinni móðgun að mæta í svæði á móti mér og fleirum“ bætti Brynjar við þegar hann var spurður út í gang leiksins. „Ef þeir ætluðu að spila svæði þá áttu aldrei séns í dag, þetta var bara spurning hvernig við myndum mæta í leikinn og hvort við værum rétt stemmdir“. Philip Alawoya er búinn að spila nokkra leiki með Tindastól núna í vetur og líkar Brynjari og liðsfélögum hans greinilega vel við. „Það er bara frábært að spila með honum, hann gefur okkur svo margt sem menn kannski sjá ekki, setur skrín og er að frákasta vel og spila flotta vörn. Ég gæti ekki verið sáttari með hann.“. Aðspurður hvort hann bæti ekki bara Íslandsmetið aftur í næsta leik gegn Skallagrím svaraði Brynjar „ Ég ætla nú ekki að lofa þér því að þetta haldi svona áfram en ég vona að það verði eitthvað nálægt því“ Dominos-deild karla
Hér í kvöld mættust lið Breiðabliks og Tindastóls í 9.umferð Dominos deildar karla. Blikarnir voru fyrir leik í neðsta sæti deildarinnar á meðan að Tindastóll sat í því efsta. Var því vitað fyrir leik að Blikarnir þyrftu að hitta á frábæran leik til að vinna hér í kvöld. Fyrstu mínútur leiksins voru jafnar en Stólarnir voru ekki lengi að stinga af þar sem þeir hittu gríðarlega vel og náðu að búa sér til hugguega forystu eftir fyrsta leikhluta 18-33. Blikarnir litu frekar ráðalausir út og áttu erfitt með að klára sóknirnar sínar. Nákvæmlega það sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta. Blikarnir lentu í veseni með þrusu vörn Tindastóls og voru að tapa boltanum of mikið. Það sem hjálpaði Blikunum ekki neitt var frammistaða Brynjars Þórs Björnssonar. Brynjar var í hálfleik með 33 stig og var gjörsamlega á eldi. Leiddi sóknarleik gestanna vel og var að setja skotin sín niður.Staðan í hálfleik 28-57 Tindastól í vil. Tindastóll hélt áfram að keyra á Blikana. Vörnin hélt vel og voru Stólarnir að þvinga Bliakana í erfið skot og erfiðar stöður, Blikarnir voru hinsvegar að skjóta mjög illa en það lagaðist aðeins í þriðja leikhlutanum. Maður fann á ákveðnum tímapunkti í þriðja leikhluta þegar það leit út fyrir að öll orka Blikana hefði verið slegin úr þeim. Vonleysið var algjört. Fjórði leikhluti einkenndist ekki af beint glæsilegum körfubolta en bæði lið skoruðu yfir 30 stig sem voru mörg hver „rusla“ stig, mikið af hraðaupphlaupum en líka margt um fína þrista þannig þetta var nú ekki alslæmt. Hins vegar gerðist hið magnaða afrek hjá Brynjari Þór Björnssyni í fjórða leikhluta þegar hann setti nýtt Íslandsmet yfir hitt þriggja stiga skot en hann setti alls 16 í leiknum! Stórkostlegt afrek sem við óskum Brynjari til hamingju með. Af hverju vann Tindastóll? Hittu mikið betur og spiluðu geggjaða vörn í leiknum og í fyrri hálfleik sérstaklega. Blikarnir spiluðu svæðisvörn allan leikinn sem gaf skyttum Stólana mikinn tíma og mikið pláss til að spila sinn leik og negla niður þristum. Stólarnir voru hreinlega einu númeri of stórir fyrir Blikana hér í kvöld. Hverjir stóðu uppúr? Brynjar Þór Björnsson átti hreint út sagt geggjaðan leik hér í kvöld. Var að negla niður þristum hægri vinstri og stýrði sóknarleik Tindastóls eins og herforingi. Endar leikinn með 48 stig, 15 þristar, ótrúleg frammistaða. Hvað gekk illa? Allt gekk illa hjá Blikum. Voru að tapa boltanum of mikið og tapa honum mjög klaufalega. Skotnýting þeirra í þessum leik var heldur ekki upp á marga fiska. Eins leiðilegt og er að segja það þá voru voða fáir ljósir punktar hjá Blikum í kvöld. Hvað gerist næst? Blikarnir spila næst á móti Njarðvík í Reykjanesbæ á meðan að Tindastóll fer Skallagrím í heimsókn. Breiðablik - Tindastóll 82-117 (18-33, 10-24, 23-30, 31-30)Breiðablik: Jure Gunjina 18 stig/13 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 17, Christian Covile 10 stig/7 fráköst, Arnór Hermannsson 10, Snorri Vignisson 10, Hilmar Pétursson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Árni Elmar Hrafnsson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 3, Hafþór Sigurðarson 1 Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 48, Danero Thomas 20,Philip Alawoya 19 stig/11 fráköst,Hannes Ingi Másson 9,Helgi Freyr Margeirsson 6, Ragnar Ágústsson 5,Pétur Rúnar Birgisson 4/13 stoðsendingar, Friðrik Þór Stefánsson 4, Dino Butorac 2 Israel Martin: Við tókum þessum leik mjög alvarlega. „Við tókum þessum leik mjög alvarlega og töluðum um það fyrir leik að við höfðum þrjár vikur til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og við ætluðum bara að gefa allt í þetta“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir sigur í kvöld gegn Breiðablik. „Breiðablik spila á háu tempói og hafa engu að tapa þannig að við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram hér í kvöld og strákarnir voru mjög einbeittir og ákveðnir sem gerir mig mjög ánægðan.“ Allt liðið var að gefa framlag hér í kvöld og var Israel mjög ánægður með það og náði að dreifa mínútum vel. „Ég náði að spila leikmönnum hér í kvöld sem hafa ekki verið að spila mikið og það er mjög mikilvægt því þetta er langt tímabil og við gætum þurft á öllum leikmönnum að halda og því mikilvægt að þeir séu í leikformi og fái að spila líkt og þeir gerðu í kvöld.“ Brynjar spilaði stórkostlega hér í kvöld og var hann spurður út í frammistöðu hans og sagði þá „Ég er ekki þannig gerður að ég einbeiti mér bara að einum leikmanni, allt liðið spilaði frábærlega hérna í kvöld og jú hjálpaði Brynjari að eiga þennan leik sem hann átti hérna í kvöld en hann hefði ekki getað það án liðsins“ Næsti leikur Tindastóls er gegn Skallagrím og hafði Israel þetta um Skallagríms liðið að segja „Skallagrímur eru hörku lið og við þurfum að mæta vel gíraðir inn í þann leik. Þeir eru stórir og sterkir og einstaklega öflugir þegar kemur að fráköstum svo við verðum að vera tilbúnir í þann slag“ Pétur Ingvarsson: Þetta er bara dropi í taphafið „Það er lítið hægt að segja eftir svona frammistöðu en þetta er bara dropi í taphafið hjá okkur svo á endanum þá skiptir þetta kannski ekki miklu máli“ sagði hundfúll Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn Tindastól hér í kvöld. Blikarnir spiluðu svæðisvörn allan leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að skyttur Stólanna fengu mikið pláss til að skjóta og athafna sig. „Við spilum svæðisvörn í þessum leik og það gefur leikmönnum á þeirra kalíberi að vera góðir, en ef þeir væru ekki góðir þá hefðu þeir þurft að hafa meiri áhyggjur af okkur og hvað við værum að gera. Við erum að reyna að vinna í ákveðnum hlutum og þetta er bara upphafið af því.“ Aðspurður hvort honum hefði aldrei dottið í hug að skipta úr svæðisvörn þar sem að hún virtist ekkert vera að ganga sagði Pétur. „Þó þeir hafi hitt vel þá var sóknin kannski aðalvandamálið hjá okkur ég gat ekki breytt neinu þar. En varnarlega er þetta það sem við ætlum að spila svona héðan í frá og við þurfum þá bara að vinna betur í því og laga það.“ Næsti leikur Blikanna er gegn Njarðvík en þeir eru með mikið af skyttum líka og var Pétur spurður hvort hann ætli að halda sama skipulagi þar „Við ætlum að spila þennan varnarleik og þurfum að lagfæra hann og það gerist ekki bara á einu landsleikjahléi“ Brynjar Þór: Stórkostleg tilfinning „Það er bara stórkostleg tilfinning að slá met og er ég mjög þakklátur Israel að hleypa mér aftur inná og leyft mér að ná metinu“ sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls eftir leik í kvöld. Brynjar setti niður 16 þriggja stiga körfur í leiknum og endaði með 48 stig. En þetta er nýtt Íslandsmet í hittum þriggja stiga körfum. „Mér fannst mjög skrýtið að Breiðablik hefði spilað svæði allan leikinn, við erum með það góðar skyttur að ég tek því bara sem ákveðinni móðgun að mæta í svæði á móti mér og fleirum“ bætti Brynjar við þegar hann var spurður út í gang leiksins. „Ef þeir ætluðu að spila svæði þá áttu aldrei séns í dag, þetta var bara spurning hvernig við myndum mæta í leikinn og hvort við værum rétt stemmdir“. Philip Alawoya er búinn að spila nokkra leiki með Tindastól núna í vetur og líkar Brynjari og liðsfélögum hans greinilega vel við. „Það er bara frábært að spila með honum, hann gefur okkur svo margt sem menn kannski sjá ekki, setur skrín og er að frákasta vel og spila flotta vörn. Ég gæti ekki verið sáttari með hann.“. Aðspurður hvort hann bæti ekki bara Íslandsmetið aftur í næsta leik gegn Skallagrím svaraði Brynjar „ Ég ætla nú ekki að lofa þér því að þetta haldi svona áfram en ég vona að það verði eitthvað nálægt því“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti