Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2018 06:00 Efri röð f.v.: Þorbjörg, Kristín, Unnur, Lillý, Guðrún, Bryndís og Birna. Neðri röð f.v.: Sigurbjörg, Jóhanna, Guðfinna og Gíslína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira