Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði Benedikt Bóas skrifar 7. desember 2018 06:00 Efri röð f.v.: Þorbjörg, Kristín, Unnur, Lillý, Guðrún, Bryndís og Birna. Neðri röð f.v.: Sigurbjörg, Jóhanna, Guðfinna og Gíslína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Guðfinna Kristín Sigfúsdóttir, heimiliskona í Furugerði 1, fékk hugmynd í haust um að fá heimilisfólk til að hittast og prjóna til styrktar góðu málefni. Guðfinna, sem er kölluð Nína, fékk barnabarn sitt til að auglýsa eftir garni á Facebook og viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum. Nú eru yfir 100 listaverk komin og verða þau afhent Hjálparstarfi kirkjunnar við næsta tækifæri. „Þetta er dásamlegur hópur. Við erum eins og ein manneskja þegar við komum saman og prjónum. Við hittumst á þriðjudögum og laugardögum, drekkum kaffi og tölum um gamla daga og eitthvað sem er fallegt. Einnig um framtíðina og hvað okkur langar að gera,“ segir Nína. „Það er alltaf verið að tala um verksmiðjur. Við erum sko verksmiðja,“ bendir ein á og þær taka allar undir. Sú yngsta sem prjónaði nokkra trefla og sokka er 12 ára og kom á laugardögum en hún er dóttir starfsmanns í húsinu. Sú elsta er 95 ára. „Hún vildi svo ógurlega vera með en til að byrja með missti hún niður lykkjur og svona. Hún gafst þó ekki upp og undir það síðasta endaði hún með því að prjóna án þess að horfa. Það er fullt af sokkum og peysum sem hún hefur prjónað hérna á borðinu. Þetta var eins og fyrir eitthvert kraftaverk – viljinn var svo mikill,“ segir Nína. Hún bendir á að það séu karlkyns íbúar í Furugerði sem kunni vel að prjóna en hafi ekki mætt. „Ég hafði uppi á tveimur sem hafa prjónað og kunna það alveg en þeir þorðu ekki – við erum svo margar,“ segir Nína og brosir. Eftir áramót ætla þær konur að prjóna fyrir fullorðna og fyrir Frú Ragnheiði sem er verkefni Rauða krossins fyrir heimilislausa og sprautufíkla. „Þetta er gott garn, mjúkt og hlýtt sem vonandi kemst á góðan stað,“ segir Nína.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Tíska og hönnun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira