Erlent

Vilja slaka á móttökukröfum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Flóttamenn á báti í Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu.
Flóttamenn á báti í Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu. Vísir/Getty
Frakkar og Þjóðverjar leggja til að þau ríki Evrópusambandsins sem neita að taka á móti þeim fjölda flóttamanna sem kveðið er á um í samþykktum fái í staðinn að borga sig út úr samkomulaginu.

Með þessu vonast ríkin til þess að ljúka langvarandi deilu við stjórnvöld í Póllandi, Ungverjalandi og Tékklandi.

Reuters greindi frá málinu í gær. Í frétt miðilsins sagði að blaðamenn hefðu fengið að sjá minnisblað sem gengið hefur á milli innanríkisráðherra aðildarríkja.

Þá sögðu heimildarmenn að ríki sem ekki vildu taka við flóttamönnum myndu í staðinn þurfa að greiða annaðhvort aukalega í sjóði ESB eða í þróunarverkefni í Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×