Innlent

Eftirlitsvélar komi í stað hraðahindrana

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kársnes í Kópavogi.
Kársnes í Kópavogi. vísir/vilhelm
Kópavogsbær ætlar að kanna viðhorf íbúa á Kársnesi til þess að hraðahindranir verði fjarlægðar og hraðamyndavélakerfi verði sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður.

Málið var rætt á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs sem fól umhverfissviði bæjarins að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu.

Meðal annars er ætlunin að lækka hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar í 30 kílómetra á klukkustund.


Tengdar fréttir

Kársnes allt verði 30 km svæði

Hámarkshraði verður lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund á öllu Kársnesi verði það metinn fýsilegur kostur af samgöngunefnd Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×