Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Björn Bjarki Þorsteinsson og Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifa 6. desember 2018 07:00 Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Fyrstu drög þeirrar vinnu voru kynnt á nýliðnu og vel heppnuðu heilbrigðisþingi sem velferðarráðuneytið boðaði til. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fagna mjög vinnu og stefnumótun við þetta mikilvæga verkefni enda þörfin mikil og brýn. Samtökin hafa fyrir allnokkru síðan sent ráðuneytinu bréf til að bjóða fram krafta sína sem nýtast megi við vinnuna enda eiga um fimmtíu fyrirtæki, félagasamtök og/eða sjálfseignarstofnanir, sem ekki eru í eigu ríkisins, aðild af SFV, þar á meðal flest hjúkrunarheimili landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélag Íslands og fleiri. Greiðslur ríkisins til aðildarfélaga SFV nema um 15% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári.Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEkki alls fyrir löngu bárust fregnir af því að forsvarsmenn heilbrigðisstofnana í eigu ríkisins hefðu verið boðaðir á tveggja daga vinnustofu við gerð nýrrar heilbrigðisstefnu. SFV ítrekuðu þá boð sitt um vinnuframlag. Því var hafnað og upplýst að haldið yrði heilbrigðisþing í nóvember sem SFV gæti tekið þátt í. Þá var samtökunum boðið á stuttan fund daginn fyrir heilbrigðisþingið, þar sem farið var yfir hvernig ferlið væri hugsað af hálfu ráðuneytisins. Á heilbrigðisþinginu voru lögð fram drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 (Íslensk heilbrigðisþjónusta til framtíðar) til rýningar og dýpri umræðu á þinginu sem var vel sótt og gott framtak.Hjúkrunarheimilin mikilvægur hluti heilbrigðisstefnu Við lestur vinnuskjalsins vekur athygli að hvergi er minnst á ýmsa mikilvæga heilbrigðisstarfsemi, svo sem hjúkrunarheimila eða endurhæfingarstofnana. Orðið hjúkrunarheimili kemur ekki fyrir í þeim 17 blaðsíðna glærupakka sem drögin hafa að geyma enda þótt þjónusta þeirra kosti ríkissjóð meira en 30 milljarða króna á ári og stærsti samningur í sögu Sjúkratrygginga Íslands sé einmitt rammasamningur við hjúkrunarheimilin. Takmörkuð umræða varð því um þessa þætti heilbrigðiskerfisins, enda engin gögn til að rýna. Með hliðsjón af því, til dæmis, að hér á landi starfa hundruð hjúkrunarfræðinga á öldrunarheimilum landsins og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fara vaxandi má hverjum manni ljóst vera að heildstæð stefna um „íslenska heilbrigðisþjónustu til framtíðar“ verður ekki mótuð án þessara mikilvægu undirstoða velferðarkerfisins. Stefnan þarf m.a. að geyma skilgreiningu á hlutverki og þjónustustigi hjúkrunarheimila og mikilvægra meðferðarstofnana. Í dag er þjónustustig hjúkrunarheimila hér á landi t.d. mun hærra en almennt gerist í Danmörku. Það er samkvæmt kröfu heilbrigðisyfirvalda þótt þau séu á sama tíma ekki reiðubúin til að greiða raunverð fyrir þjónustuna.Pétur Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuSamræmi sé milli krafna og fjárveitinga Enda þótt heilbrigðisstefna sé ekki aðgerðaáætlun þarf hún að vera markviss og raunhæf. Í stefnunni þarf að gæta þess að forðast draumsýnir og væntingar sem aldrei geta orðið að veruleika. SFV hafa ítrekað bent á að samræmi þurfi að vera í kröfum hins opinbera um þjónustu og því fjármagni sem ríkið er tilbúið til að greiða fyrir þjónustuna. Formlegar, gegnsæjar og vandaðar kostnaðargreiningar, sem gerðar hafa verið á þjónustulýsingum hins opinbera, sýna því miður að verulegar fjárhæðir vantar til að þjónustan standi undir raunkostnaði. Gott dæmi um það eru viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum sem væntanlega eru hluti gæðaáætlunar sem hrinda á í framkvæmd. Ráðuneytið afneitar hins vegar viðmiðum landlæknis þegar kemur að verðlagningu þjónustunnar á þeim forsendum að ekki sé til fjármagn. Munar þar tugum prósenta. Sjálfsagt er að óska heilbrigðisráðherra og öllum öðrum til hamingju með að farið hafi verið af stað með þetta mikilvæga og metnaðarfulla verkefni sem heilbrigðisstefnan er. Það þarf bara að hafa í huga að stefnan verður að vera raunhæf og markviss – fyrir alla – og við erum líka sannfærð um að sú verður raunin.Höfundar:Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuPétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Eybjörg H. Hauksdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Fyrstu drög þeirrar vinnu voru kynnt á nýliðnu og vel heppnuðu heilbrigðisþingi sem velferðarráðuneytið boðaði til. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fagna mjög vinnu og stefnumótun við þetta mikilvæga verkefni enda þörfin mikil og brýn. Samtökin hafa fyrir allnokkru síðan sent ráðuneytinu bréf til að bjóða fram krafta sína sem nýtast megi við vinnuna enda eiga um fimmtíu fyrirtæki, félagasamtök og/eða sjálfseignarstofnanir, sem ekki eru í eigu ríkisins, aðild af SFV, þar á meðal flest hjúkrunarheimili landsins, SÁÁ, Krabbameinsfélag Íslands og fleiri. Greiðslur ríkisins til aðildarfélaga SFV nema um 15% af heildarútgjöldum ríkisins til heilbrigðismála á ári.Eybjörg H. Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEkki alls fyrir löngu bárust fregnir af því að forsvarsmenn heilbrigðisstofnana í eigu ríkisins hefðu verið boðaðir á tveggja daga vinnustofu við gerð nýrrar heilbrigðisstefnu. SFV ítrekuðu þá boð sitt um vinnuframlag. Því var hafnað og upplýst að haldið yrði heilbrigðisþing í nóvember sem SFV gæti tekið þátt í. Þá var samtökunum boðið á stuttan fund daginn fyrir heilbrigðisþingið, þar sem farið var yfir hvernig ferlið væri hugsað af hálfu ráðuneytisins. Á heilbrigðisþinginu voru lögð fram drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030 (Íslensk heilbrigðisþjónusta til framtíðar) til rýningar og dýpri umræðu á þinginu sem var vel sótt og gott framtak.Hjúkrunarheimilin mikilvægur hluti heilbrigðisstefnu Við lestur vinnuskjalsins vekur athygli að hvergi er minnst á ýmsa mikilvæga heilbrigðisstarfsemi, svo sem hjúkrunarheimila eða endurhæfingarstofnana. Orðið hjúkrunarheimili kemur ekki fyrir í þeim 17 blaðsíðna glærupakka sem drögin hafa að geyma enda þótt þjónusta þeirra kosti ríkissjóð meira en 30 milljarða króna á ári og stærsti samningur í sögu Sjúkratrygginga Íslands sé einmitt rammasamningur við hjúkrunarheimilin. Takmörkuð umræða varð því um þessa þætti heilbrigðiskerfisins, enda engin gögn til að rýna. Með hliðsjón af því, til dæmis, að hér á landi starfa hundruð hjúkrunarfræðinga á öldrunarheimilum landsins og biðlistar eftir hjúkrunarrýmum fara vaxandi má hverjum manni ljóst vera að heildstæð stefna um „íslenska heilbrigðisþjónustu til framtíðar“ verður ekki mótuð án þessara mikilvægu undirstoða velferðarkerfisins. Stefnan þarf m.a. að geyma skilgreiningu á hlutverki og þjónustustigi hjúkrunarheimila og mikilvægra meðferðarstofnana. Í dag er þjónustustig hjúkrunarheimila hér á landi t.d. mun hærra en almennt gerist í Danmörku. Það er samkvæmt kröfu heilbrigðisyfirvalda þótt þau séu á sama tíma ekki reiðubúin til að greiða raunverð fyrir þjónustuna.Pétur Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuSamræmi sé milli krafna og fjárveitinga Enda þótt heilbrigðisstefna sé ekki aðgerðaáætlun þarf hún að vera markviss og raunhæf. Í stefnunni þarf að gæta þess að forðast draumsýnir og væntingar sem aldrei geta orðið að veruleika. SFV hafa ítrekað bent á að samræmi þurfi að vera í kröfum hins opinbera um þjónustu og því fjármagni sem ríkið er tilbúið til að greiða fyrir þjónustuna. Formlegar, gegnsæjar og vandaðar kostnaðargreiningar, sem gerðar hafa verið á þjónustulýsingum hins opinbera, sýna því miður að verulegar fjárhæðir vantar til að þjónustan standi undir raunkostnaði. Gott dæmi um það eru viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum sem væntanlega eru hluti gæðaáætlunar sem hrinda á í framkvæmd. Ráðuneytið afneitar hins vegar viðmiðum landlæknis þegar kemur að verðlagningu þjónustunnar á þeim forsendum að ekki sé til fjármagn. Munar þar tugum prósenta. Sjálfsagt er að óska heilbrigðisráðherra og öllum öðrum til hamingju með að farið hafi verið af stað með þetta mikilvæga og metnaðarfulla verkefni sem heilbrigðisstefnan er. Það þarf bara að hafa í huga að stefnan verður að vera raunhæf og markviss – fyrir alla – og við erum líka sannfærð um að sú verður raunin.Höfundar:Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuEybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuPétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun