Vikan í bílnum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég sat föst í umferðinni í morgun og fór þá að hugsa um hvað ég ver stórum hluta dags í bílnum. Og reyndar stórum hluta lífs míns í bílnum. Samt hef ég ekkert gaman af bílum og er frekar afleitur bílstjóri. Ég rata ekki sérstaklega vel utan hverfis, þarf nokkur stæði til að leggja örugglega og um tíma hélt ég að ég ætti Hondu, en hið rétta er að ég keyri Nissan. Alla daga keyri ég í vinnu, heim úr vinnu, skutla og sæki börn í alls konar erindi. Samhliða akstrinum vinn ég svo sem lögfræðingur. Leigubílstjóri með lögfræði sem aukagrein. Auðvitað geta stundirnar í bílnum verið góðar, svo sem þegar yngsta dóttirin segir frá því hvað hún lærði í skólanum og hvaða klúbb hún valdi á Frístundaheimilinu. Síðan í október hef ég hlustað á „Do They Know It's Christmas?“ sem mér finnst fínasta lag, þó það séu reyndar aldrei jólin í bílnum. Þegar ég er ein skipti ég um útvarpsstöð áður en ég fer út úr bílnum. Það er nefnilega á milli mín og bílsins á hvað ég hlusta. Þegar ég skutla lærðum og meðvituðum farþegum gæti ég þess að stillt sé á Rás 1 og finnst ég fín. Í mörgum borgum auðveldar það líf fólks að eiga ekki bíl og ég trúi þeim ekki sem segja að Reykvíkingar hafi valið bílinn. Við völdum ekki bílinn. Við þurfum bíl. Samgöngurnar auðvelda okkur ekki lífið. En aðrar breytur geta líka haft áhrif á lengd bílavikunnar. Sveigjanlegur vinnutími og vinna að heiman dregur úr umferðarálagi og bílavikan styttist. Ég vil fjölskylduvænar samgöngur og bílaviku svo ég get varið tímanum með fjölskyldunni, en ekki með bílnum sem ég man ekki hvað heitir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat föst í umferðinni í morgun og fór þá að hugsa um hvað ég ver stórum hluta dags í bílnum. Og reyndar stórum hluta lífs míns í bílnum. Samt hef ég ekkert gaman af bílum og er frekar afleitur bílstjóri. Ég rata ekki sérstaklega vel utan hverfis, þarf nokkur stæði til að leggja örugglega og um tíma hélt ég að ég ætti Hondu, en hið rétta er að ég keyri Nissan. Alla daga keyri ég í vinnu, heim úr vinnu, skutla og sæki börn í alls konar erindi. Samhliða akstrinum vinn ég svo sem lögfræðingur. Leigubílstjóri með lögfræði sem aukagrein. Auðvitað geta stundirnar í bílnum verið góðar, svo sem þegar yngsta dóttirin segir frá því hvað hún lærði í skólanum og hvaða klúbb hún valdi á Frístundaheimilinu. Síðan í október hef ég hlustað á „Do They Know It's Christmas?“ sem mér finnst fínasta lag, þó það séu reyndar aldrei jólin í bílnum. Þegar ég er ein skipti ég um útvarpsstöð áður en ég fer út úr bílnum. Það er nefnilega á milli mín og bílsins á hvað ég hlusta. Þegar ég skutla lærðum og meðvituðum farþegum gæti ég þess að stillt sé á Rás 1 og finnst ég fín. Í mörgum borgum auðveldar það líf fólks að eiga ekki bíl og ég trúi þeim ekki sem segja að Reykvíkingar hafi valið bílinn. Við völdum ekki bílinn. Við þurfum bíl. Samgöngurnar auðvelda okkur ekki lífið. En aðrar breytur geta líka haft áhrif á lengd bílavikunnar. Sveigjanlegur vinnutími og vinna að heiman dregur úr umferðarálagi og bílavikan styttist. Ég vil fjölskylduvænar samgöngur og bílaviku svo ég get varið tímanum með fjölskyldunni, en ekki með bílnum sem ég man ekki hvað heitir.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar