Innlent

Kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna umræðu um sendiherraskipan

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu.
Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkt á fundi í morgun að kalla þá Bjarna Benediktsson, Guðlaug Þór Þórðarson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Braga Sveinsson á fund nefndarinnar. Tilefnið er fundur þeirra og umræða um mögulega skipan Gunnars Braga í embætti sendiherra.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Jón Þór segir nefndina haf eftirlitsskyldu gagnvart framkvæmdavaldinu.

„Þetta er bara skylda stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Lögbundin skylda að sinna eftirliti með ráðherrum. Játning á atriði sem maður getur ekki annað séð en að væri brot á lögum að skipa einhvern í skiptum fyrir greiða og ráðherra á að starfa í almannaþágu og ekki láta sína hagsmuni ráða störfum sínum.“

Jón Þór segir að vonir séu um að þeir komi á fund nefndarinnar í næstu viku.

Guðlaugur Þór og Bjarni Benediktsson hafa staðfest að hafa átt óformlegan fund með Sigmundi Davíð þar sem hann greindi þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu.

Á klaustursupptökunum heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð halda því fram að Gunnari braga hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi stöðuna í skiptum fyrir að hann hafi skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í sinni utanríkisráðherratíð.

Guðlaugur Þór og Bjarni hafa þó neitað því að Gunnar Bragi eigi eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þá skipan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×