Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:15 Talið er að Sheikha hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“. Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“.
Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42