Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:15 Talið er að Sheikha hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“. Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“.
Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42