Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 18:35 Hægt er að kveikja á staðsetningarforriti sem finnur staðsetningu spjaldtölva á borð við iPad. Apple Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira